no image

Fylgja minningarsíðu

Ragnheiður Kristjánsdóttir

Fylgja minningarsíðu

26. október 1949 - 14. október 2022

Andlátstilkynning

Ástkær eiginkona mín , móðir, stjúpa, amma, langamma og tengdamamma

Útför

24. október 2022 - kl. 15:00

Mánudaginn 24. Október Fríkirkjunni i hafnarfirði

Aðstandendur

Ingvi örn Jóhannson Kristin Hulda Ingvadottir Ríkharður Sigurjónsson Ingólfur Örn Ingvason Sesselja Ingvadottir Jan Gløckner Christensen Barnabörn og barnabarnabörn

Elsku Amma

Elsku Amma

Bæta við leslista

Elsku Mamma

Elsku mamma. Nú svífur þú yfir okkur alsæl og í vellíðan. Mun sakna allri okkar samveru og allra símtalanna, sem voru minnst 3 á dag og oft fleiri, síðastliðin 14 árin mín í Danmörku. Við byrjuðum daginn á að ég vakti þig fyrir allan aldur vegna tímamismunar milli Íslands og Danmerkur og þá sérstaklega sumartímann, 2 tíma munur, svo orkuboltinn ég kom þér ávallt í gang með hinum og þessum sögum úr hversdagsleikanum. Þú elskaðir þessar sögur og að fá að vita hvað ég væri að bralla. Þú færð áfram þessar sögur og uppdeit því nú ertu nær mér og þarf ég bara að spjalla við þig allan daginn langan elsku mamma. Þú elskaðir glans og glamúr. Ekkert var of glitrandi eða of bleikt. Þú ert mín hetja í alla staði elsku mamma. Húmor þinn var svartur og komst þú alltaf til dyranna eins hreinskilin og hægt var. Ferðirnar til Danmörku voru stórkostlegar. Við áttum okkur góðar stundir í afslöppun og ekki má gleyma æfingunum. Hlógum við mikið af hversu vel mér tókst að fá þig í form á þessum hálfa mánuði. Eins og við sögðum alltaf “Hundur í þjálfun”. Þú fórst með okkur út um allt og því meira stúss því meiri æfing sagðirðu alltaf. Undir lok ferðar voru tröppur ekki erfiðar lengur og mikið var hlegið að hundurinn hefði lokið þjálfun. Nú hleypur þú um og verður minn orkubolti, því nú ertu óverkjuð og liðug eins og ballerína. Elska þig mín kæra mamma eða eins og þú ávallt sagðir “LOVE YOU” þín Sella

Bæta við leslista