no image

Fylgja minningarsíðu

Ragna Aðalsteinsdóttir

Fylgja minningarsíðu

6. febrúar 1925 - 13. október 2022

Andlátstilkynning

Ragna Aðalsteinsdóttir frá Laugabóli í Ísafjarðardjúpi lést á Ísafirði 13. október síðastliðinn.

Útför

21. október 2022 - kl. 11:00

Ragna verður jarðsungin frá Íafjarðarkirkju 21. október 2022.

Ljósið í Djúpinu er slokknað

Hún Ragna Aðalsteinsdóttir á Laugabóli er öll eftir langa, ævi og á stundum erfiða. Hún varð 97 ára og eflaust komin með nóg af veraldlegu vafstri. Síðast hitti ég hana á dvalarheimilinu Eyri á Ísafirði í sumar sem leið. Hún var skýr, þrátt fyrir háan aldur. Eins og venjulega var hún að bíða eftir að komast heim í sveitina sína. Þangað leitaði hugurinn alltaf, heim í dalinn þar sem hún hafði lifað sínar bestur stundir en jafnframt gengið í gegnum það svartnætti sem fylgir því að missa börn, barnabörn og aðra ástvini.

no image

Bæta við leslista

„Hún upplifði meiri sorg en nokkur maður á að þurfa að þola“

Ragna var kona sem erfitt er að lýsa. Hún var ein af þeim sem raunverulega bar hag allra fyrir brjósti, sérstaklega þeirra sem hrösuðu í lífsins hlaupi. Hún upplifði meiri sorg en nokkur maður á að þurfa að þola, aldrei hætti hún þó að trúa á það góða.

Bæta við leslista