no image

Fylgja minningarsíðu

Pétur S. Víglundsson

Fylgja minningarsíðu

28. ágúst 1937 - 13. janúar 2022

Andlátstilkynning

Elsku maðurinn minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi Pétur S. Víglundsson, lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn 13. janúar.

Útför

3. febrúar 2022 - kl. 13:00

Útför hefur farið fram.

Sálmaskrá
Aðstandendur

Anna Sigríður Hróðmarsdóttir, Guðmundur S., Margrét B., Víglundur Rúnar, Sólborg Alda, Ragnar Pétur, Hróðmar I., Sigurður Á., Guðríður, makar, börn, barnabörn og barnabarnabörn.

Minningarorð frá Sólborgu Öldu

Faðir minn lést eftir langvarandi veikindi en lífskrafturinn allt til loka var ótrúlegur. Hann vildi njóta þess að vera með okkur eins lengi og unnt var. Mig langar að minnast föður míns með örfáum minningarbrotum.

Bæta við leslista

Minningarorð frá Guðmundi Svanberg

Ein af mínum fyrstu minningum með þér eru frá því þegar við fjöl-skyldan áttum heima á Akureyri. Þú vannst í Vélsmiðjunni Atla og ég fékk að fara með þér í vinnuna, þá sennilega 6 til 7 ára. Ég man að þú varst á hálf frambyggðum sendibíl og sennilega hefur þú verið að gera við hann því það vantaði hluta af bílgólfinu þar sem ég sat frammi í hægra megin. Ég man að ég horfði ofan í götuna hugfanginn að sjá jörðina þjóta fram hjá í gegnum gatið á gólfinu. Allt í einu kom vatnsgusa beint framan í mig þegar bílinn lenti í drullupolli. Ég man alltaf eftir hvað þér fannst þetta fyndið og hvað þú hlóst mikið.

Bæta við leslista

Minningarorð frá stjúpbörnum

Pétur kom inn í líf okkar systkina árið 1983 þegar þau mamma tóku saman. Við vorum öll komin yfir tvítugt þannig að við vorum ekki að flækja málin mikið með stjúpföðurnafnbót, heldur kölluðum hann einfaldlega Pétur. Það var mikil gæfa að þau skyldu ná saman, við systkin-in reyndum þó stundum að hindra samdráttinn, sérstaklega þegar okkur fannst Pétur hringja helst til seint og neituðum að ná í mömmu í símann. Það hafði engin áhrif, hann hringdi bara aftur og saman smullu þau.

no image

Bæta við leslista

Minningarorð frá Pétri Fannberg og Ellen Ösp

Fastur liður í æsku okkar var hann afi Pétur. Hann bjó í Lundi í Varmahlíð og því nálægt okkur á Birkimelnum. Lundur þótti okkar alltaf afar sérstakt hús og þar inni var sérstakur andi. Stórt og mikið með ótal herbergjum. Afi var okkur báðum afar góður og sýndi öllu sem við gerðum mikinn áhuga. Fylgdist með lífi okkar er við fullorðnuðumst og gladdist mikið ef vel gekk en tók það að sama skapi inn á sig ef verr gekk. Það var töluverð breyting þegar afi flutti úr Lundi og til Reykjavíkur. Alltaf tengjum við samt við Lund þegar við keyrum þar framhjá. Hluti af æsku okkar. Á seinni árum þegar heilsu afa fór að hraka var gott að kíkja í heimsókn til hans. Þar var rætt um allt milli himins og jarðar. Oftar en ekki bar pólítík þar á góma enda afi með sterkar og góðar skoðanir þegar að henni kom. Undir lokin var þó orðið erfiðara að eiga samskipti. Það verður mikill söknuður eftir honum afa okkar en fullvíst að líðan hans verði betri í fyrirheitna landinu, þar sem taka á móti honum hlýir og grænir vellir hins eilífa sumars.

Bæta við leslista

Minningarorð frá Starra og Inga Heiðmari

Einn af öðrum hverfa þeir, samferðamenn og vinir af Steinsstaðahlaði, síðast Pétur Víglundsson, Jói í Stapa fyrir rúmu ári, og minningarnar sópast um hug-ann: Frá Árgarði, félagsheimili Lýtinga kenndu við hátíðarárið 1974, samkomur með sveitungum og skólabörnum og ári síðar risu þrjú hús á Lækjarbakka 13, 11 og 9, byggð af okkur kennurum á staðnum.

Bæta við leslista

Minnningarorð séra Guðbjargar í jarðarförinn

Blíður og umhyggjusamur eru orð sem lýsa Pétri.

Bæta við leslista