no image

Fylgja minningarsíðu

Pétur H Ágústsson

Fylgja minningarsíðu

25. mars 1946 - 14. janúar 2024

Andlátstilkynning

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, skipstjóri frá Flatey á Breiðafirði, búsettur í Stykkishólmi, lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum við Hringbraut.

Útför

10. febrúar 2024 - kl. 14:00

Útför fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 10. febrúar kl 14:00

Aðstandendur

Svanborg Siggeirsdóttir, Ágúst Pétursson, Hrönn Sturludóttir, Siggeir Pétursson, Anne Helenne Alves, Una Kristín Pétursdóttir, Lára Hrönn Pétursdóttir, Eiríkur Sveinn Hrafnsson og barnabörn.

Þakkir

Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans við Hringbraut og starfsfólk lyflækningadeildar á HVE á Akranesi.

Krabbameinsfélag Snæfellsness
Kær vinur, ljúfar minningar

Hann hefur kvatt og haldið í sína síðustu siglingu, hann Pétur H. Ágústsson, skipstjóri og frumkvöðull.

Bæta við leslista

Pétur og jákvæðu ómeðvituðu áhrifin.

Ég minntist á eitt atvik við Láru kring um jarðaförina hans Péturs, sem hafði áhrif á ákvarðanatöku mína síðar meir og harmonikku-gutlið í mér. Þetta atvik átti sér stað í Flatey þar sem við krakkarnir í Hólminum komum iðulega til við hin ýmsu tækifæri 😊, og þar kom Pétur Ágústar við sögu. Lára vildi endilega að ég hripaði nokkur orð um þessa upplifun mína hér á vefinn.

Bæta við leslista

Minningarbrot um einstakan mann

Það má segja að það hafi verið ein mín mesta gæfa í lífinu að Pétur og Svana hafi ráðið stelpuskjátuna, sem sótti um vinnu hjá þeim fyrri hluta árs 1990. Þessi stelpuskjáta þóttist kunna allt mögulegt m.a. að umfelga og spurning hvort það hafi ráðið úrslitum þar sem þau ráku dekkjaverkstæðið í Stykkishólmi á þessum tíma. Ég vann hjá þeim öll sumur á námsárunum og eftir útskrift var ég bara mætt í vinnuna eins og ekkert væri sjálfsagðara þó svo að ég hefði talað um það, ansi oft, að ég ætlaði nú ekki að setjast að í Hólminum. Við unnum saman allt þar til þau seldu hlut sinn í Sæferðum haustið 2015. Samstarf okkar Péturs var frábært þó svo að við höfum kannski ekki alltaf verið sammála um allt en það þarf heldur ekki – það var þá bara rökrætt og ákvörðun tekin. Margt var brasað í vinnunni og létu Pétur og Svana vaða í ýmislegt og hrintu í framkvæmd því sem þau höfðu trú á og það var frábært að fá að vera þátttakandi í því öllu.

no image

Bæta við leslista