no image

Fylgja minningarsíðu

Pálmi Pálmason

Fylgja minningarsíðu

23. apríl 1951 - 25. október 2018

Útför

Útför hefur farið fram.

Sálmaskrá
Góða ferð..

Sólin rís. Sólin sest. Himinninn er ennþá blár. Samt er allt breytt. Landslagi lífsins hefur verið varpað á hvolf. Gjá þar sem áður voru blóm í haga. Rof í tilveruna. Ég græt yfir söknuðinum um leið og ég gleðst yfir minningunum. Við Helena ræðum hvað það er gott að gráta. Leyfa tilfinningunum að flæða, og minnast þess hvað maður átti mikið. Því þegar söknuðurinn og sorgin nísta inn að beini mætir sársaukinn auðmýktinni. Sársaukinn er stór af því að skarðið er stórt. Skarðið er stórt af því vináttan var stór og fyrir það er ég auðmjúk. Það fá ekki allir.

no image

Bæta við leslista

Hvíldu þig nú pabbi

Ég á erfitt með að skrifa einhver orð sem lýsa því hversu erfitt er að kveðja föður minn. Ég naut þeirra forréttinda að fá að vinna með föður mínum og við urðum ekki einungis faðir og sonur heldur einnig viðskiptafélagar og bestu vinir. Við ferðuðumst saman út um allan heim og áttum ótrúlega góðar stundir saman sem feðgar, vinir og vinnufélagar. Faðir minn fylgdi öllum börnum sínum út í lífið og gerði sitt besta til að okkar fyrstu skref sem sjálfstæðir einstaklingar yrðu gæfurík. Hann var alltaf til taks þegar á þurfti að halda og gat alltaf gert erfiða hluti auðveldari. Ég á föður mínum líf mitt að þakka því án hans veikinda hefði hann aldrei pantað og heimtað að ég færi í þá læknisskoðun sem bjargaði lífi mínu fyrir sex árum. Þess vegna er þessi kveðjustund ennþá erfiðari því við vorum að ferðast á sama farseðli feðgarnir en annar okkar þurfti að víkja svo hinn gæti haldið áfram. Ég hefði óskað þess að geta leyft honum að sjá strákana mína vaxa úr grasi. Litlu Pálma og Magnús sem elska afa sinn af öllu hjarta. Ég hafði mörg ár til að kveðja föður minn og við áttum góðar stundir saman en þegar lokastundin hefur runnið upp er hrá sorgin samt nánast óbærileg og söknuðurinn djúpur og erfiður.

no image

Bæta við leslista

Blómabörnin

Pálmi minn er farinn í Sumarlandið. Ástin mín eina. Við kynntumst í nóvember 1968. Blómabörnin. 50 ár síðan. Hugsa sér! Það var ást við fyrstu sýn. Heimsmyndin var að breytast. Bítlarnir. Rómantíkin. Ást, friður og fegurð. Kafli í lífinu sem gott er að minnast. Brúðkaup og barneignir. Þrjú heilbrigð börn – hin mestu lífsgæði. Seinna – barnabörnin – Aftur: hin mestu lífsgæði. Þakklæti og auðmýkt.

no image

Bæta við leslista

Lífsgæði að eiga þig að í lífinu

Elsku Pálmi, tengdapabbi og vinur. Mikið á ég eftir að sakna þín. Þú tókst á móti mér inn í fjölskyldu þína opnum örmum fyrir 14 árum og nú skilur leiðir.

no image

Bæta við leslista

Sjáumst í næsta stríði

Ég var um 11 ára aldurinn þegar fyrstu kynni okkar Pálma urðu. Þá flutti ég til Akraness og kynntist fjölskyldunni að Hjarðarholti 9.

Bæta við leslista

Sönn vinátta er gersemi lífsins

Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir.

Bæta við leslista

Himnafestingin skartaði sínu fegursta

Himnafestingin skartaði sínu fegursta, með blikandi stjörnum og fullu tungli, kvöldið sem Pálmi yfirgaf þennan heim og langvarandi þrautir. Dauðinn kom ekki á óvart eftir margra ára baráttu við krabbamein, sem þó hafði gefið honum fleiri dýrmæt ár með fjölskyldu og vinum en í fyrstu var reiknað með.

no image

Bæta við leslista

Við vorum ekki há í loftinu

Sannur vinur er sá sem krefst einskis heldur auðgar andann ræðir málin

no image

Bæta við leslista

Vinátta

Vinátta sem verður til á unglingsárunum og lifir og styrkist fram á fullorðinsár er eitt það dýrmætasta sem hver maður á. Þannig var vinátta okkar við Pálma Pálma sem nú hefur kvatt. Vinátta sem hafði mikil áhrif á okkur, bæði fyrr og síðar.

Bæta við leslista

Minningin lifir um góðan dreng

Það kom ekki á óvart þegar hringt var og mér sagt að vinur minn og fyrrum samstarfsmaður, Pálmi Pálmason, hefði þurft að lúta í lægra haldi fyrir sláttumanninum mikla.

Bæta við leslista