no image

Fylgja minningarsíðu

Páll Jónsson

Fylgja minningarsíðu

9. janúar 1935 - 30. janúar 2022

Útför

Útför hefur farið fram.

Sálmaskrá
Palli fósturfaðir

Við fæðumst og við deyjum. Það er það eina sem er öruggt í þessu lífi. Þau orð sagði Palli fósturfaðir minn við mig einhvern tímann á lífsleiðinni. Fóstra kynntist ég Þegar ég var fimmtán ára óharnaður unglingur. Á þeim tímapunkti höfðu foreldrar mínir slitið samvistum og leist ungum viðkvæmum pilti ekkert sérstaklega vel á þá hugmynd að fá einhvern nýjan karl inn í líf fjölskyldunnar. Palli reyndist mér frá upphafi ákaflega góður og ég var fljótur að sjá að hann vildi okkur allt hið besta. Honum var mikið í mun um að ég menntaði mig og að mér myndi farnast vel í lífinu. Hann var alltaf uppbyggilegur þegar eitthvað bjátaði á og leiðrétti mig á góðan hátt þegar þess þurfti við. Þegar ég sjálfur eignaðist fjölskyldu var hann alltaf til staðar og tilbúinn að létta undir á allan mögulegan hátt enda elskaði hann barnabörnin sín öll og gaf sér alltaf tíma til að leika við þau og kenna þeim helstu lífsins gildi. Hann fylgdist vel með þeim alla tíð og var umhugað um þeirra velferð allt til síðasta dags.

Bæta við leslista