no image

Fylgja minningarsíðu

Óskar Ölversson

Fylgja minningarsíðu

11. apríl 1967 - 25. október 2025

Andlátstilkynning

Elskulegur faðir minn Óskar Ölversson, lést á líknardeild landspítalans í Kópavogi þann 25.okt. síðastliðinn. Útför hans fór fram þann 5.nóvember frá Útskálakirju í Garði

Útför

5. nóvember 2025 - kl. 13:00

Útför hefur farið fram.

Sálmaskrá
Aðstandendur

Markús Loki Óskarsson, systkyni hins látna og aðrir aðstandendur

Þakkir

Aðstandendur þakka auðsýndann hlýhug og stuðning. Einnig vilja þau þakka starfsfólki Líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir einstaka umhyggju og umönnun.

Kær frændi og vinur

Í dag fór fram útför kærs frænda og vinar, Óskars Ölverssonar. Óskar og bræður hans, Benni og Andrés, voru skemmtilegir leikfélagar og umhverfið í Ystu-Görðum frábær leikvöllur þó sennilega hafi það ekki að öllu leyti staðist öryggiskröfur nútímans. En öll komumst við heil frá því en stundum vorum við bæði blaut og skítug þegar komið var að matar- eða kaffitíma.

no image

Bæta við leslista

Góður frændi er fallinn frá

Ragnhildur föðursystir mín og eiginmaður hennar Ölver Benjamínsson hófu búskap í Stóra-Langadal á Skógarströnd árið 1967. Óskar, fyrsta barnið af fimm, höfðu þau eignast um vorið. Ég hlaut þann heiður að verða fyrsta kaupakonan hjá þeim og passaði litla krílið.

no image

Bæta við leslista