no image

Fylgja minningarsíðu

Ólöf Magna Guðmundsdóttir

Fylgja minningarsíðu

31. janúar 1951 - 30. janúar 2022

Andlátstilkynning

Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma lést sunnudaginn 30. janúar sl. á Hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum.

Útför

8. febrúar 2022 - kl. 14:00

Útför hennar fer fram frá Egilsstaðakirkju þriðjudaginn 8. febrúar næstkomandi kl. 14:00. Streymt verður frá athöfninni inni á egilsstadaprestakall.com

Aðstandendur

Bjarni Guðmundur Björgvinsson, Björgvin Harri Bjarnason, Heiðdís Halla Bjarnadóttir, Guðmundur Magni Bjarnason, Sólveig Edda Bjarnadóttir og fjölskyldur.

Þakkir

Fjölskyldan þakkar auðsýnda vináttu og hlýhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fossahlíðar á Seyðisfirði og Dyngju á Egilsstöðum fyrir alúð og umhyggju.

Alzheimersamtökin
Kærleikskveðja frá tengdadóttur

Mig langar að minnast elsku bestu tengdamömmu minnar sem var mér svo kær. Hugurinn reikar tæp 17 ár aftur í tímann, til þeirrar stundar sem við hittumst fyrst. Einstök stund sem ég get enn þann dag í dag lýst í smáatriðum. Í forstofunni á Skeggjastöðum tókuð þið Bjarni á móti mér opnum örmum. Móttökurnar sem ég fékk þar voru svo lýsandi fyrir þig og það sem á eftir kom. Það var ekki formlegt handaband eða meiningarlaus koss, heldur innilegt faðmlag sem tók á móti mér. Að því loknu hélstu nokkra stund í hendur mínar og horfðir djúpt í augun á mér og sagðir svo VELKOMIN. Hlýjan úr augum þínum og tónninn í rödd þinni gerðu mér grein fyrir að þú varst ekki eingöngu að bjóða mig velkomna í afmælisveislu móður þinnar heldur varstu að bjóða mig velkomna inn í þitt líf.

no image

Bæta við leslista