no image

Fylgja minningarsíðu

Ólína Margrét Jónsdóttir

Fylgja minningarsíðu

1. ágúst 1945 - 30. ágúst 2024

Andlátstilkynning

Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Ólína Margrét Jónsdóttir lést í faðmi fjölskyldunnar, á Hrafnistu í Hafnarfirði 30. ágúst 2024.

Útför

6. september 2024 - kl. 11:00

Útför Ólínu fer fram föstudaginn 6. september kl. 11:00 í Fríkirkjunni í Hafnarfirði.

Hlekkur á streymi
Aðstandendur

Steinn Sveinsson Elín Steinsdóttir David J. Dunbar Tinna Steinsdóttir Matthew A. Parsons Vala Steinsdóttir Þorsteinn Már Þorsteinsson barnabörn og barnabarnabörn

Þakkir

Fjölkyldan þakkar öllu starfsfólki dagvistunar Sólvangs og Ölduhrauns á Hrafnistu fyrir hlýtt viðmót, umhyggju og góða umönnun á erfiðum tímum.

Alzheimersamtökin
Elsku mamma mín

Það streyma yfir mig minningarnar þessa dagana. Minningar frá því á meðan veikindum þínum stóð sem hafa vissulega verið yfirþyrmandi síðustu ár, en þær minningar eru núna að dvína þar sem þú elsku mamma mín, ert farin og frjáls frá þessum sjúkdómi, og nú fá að flæða yfir okkur aftur allar yndislegu minningarnar sem við áttum með þér. 

Bæta við leslista

Elsku hjartans Lína mín.

Takk fyrir yndislegu 55 árin sem við áttum saman. Við eignuðumst fallega og ástríka fjölskyldu, sem og fjölda góðra vina og áttum ótalmargar og ógleymanlegar stundir hérlendis og erlendis. Síðustu árin hafa stundum verið erfið, en allar björtu minningarnar standa upp úr og ylja hug og hjarta um ókomna tíð.

Bæta við leslista

Skálum með heitu ‘kókó’, elsku amma mín

Það eru ekki allir svo heppnir að geta sagst hafa átt svona margar góðar stundir og minningar með ömmu sinni og afa. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir að hafa átt ömmu sem knúsaði mig eins hlýtt og kyssti mig á kinnina og þú gerðir.

Bæta við leslista

Kæra tengdamamma

Fallin er frá elskuleg tengdamóðir mín til 25 ára eftir baráttu við ömurlegan sjúkdóm. Elsku Lína mín, hvað ég og stelpurnar þínar eigum eftir að sakna þess að hafa þig í kringum okkur.

Bæta við leslista

Elsku amma mín,

ég sakna þín svo mikið. Ég man þegar þú komst alltaf að sækja mig á leikskólann, þú varst svo glöð að sjá mig og ég var svo glöð að sjá þig. Ég man líka að þegar ég gisti hjá þér og afa, þá lét ég afa alltaf sofa í gestaherberginu svo ég gæti verið með þér í ykkar rúmi. Þú og afi gerðuð alltaf hakk og spagettí þegar ég gisti því það var uppáhaldið mitt. Við lásum saman bækur, horfðum á myndir, spiluðum og borðuðum Snickers ís, þú passaðir alltaf að eiga Snickers ís fyrir mig því þú vissir að ég elskaði hann og þú gerðir það líka. Þér fannst ég alltaf svo fyndin og hlóst af öllu sem ég sagði og gerði. 

Bæta við leslista

Kæra amma mín.

Vá hvað mig langar að segja margt. Þessi síðustu 5 ár eru búin að vera svo erfið, að sjá þig hverfa frá mér hægt og rólega hefur verið það erfiðasta sem ég hef upplifað. Þessi síðasta vika var sérstaklega erfið, það er svo erfið tilhugsun að ég mun aldrei sjá þig aftur. Ég var 10 ára þegar mamma og pabbi sögðu mér að þú værir veik, en núna er ég 15 ára  í framhaldsskóla, vá hvað tímin líður hratt. Núna þegar ég hugsa til þín koma fram svo margar minningar t.d. þú að sækja mig frá frístund, við að reka afa úr rúminu svo að ég gæti sofið við hliðina á þér og þegar þú gafst Eygló systur Snickers ís í hvert skipti sem við komum.. Allar þessar minningar eru allar svo fallegar á sinn hátt því í þeim öllum sést ást þín á okkur. 

Bæta við leslista

Elsku Lína

Elsku yndislega Lína,

Bæta við leslista

Dear Lina

Lina will remain a beautiful, kind, and endearing friend to all who had the great fortune to know her. Her laugh was heartfelt and contagious. She and Steinn made me feel instantly at home when I began my sojourn in Iceland. Our friendship, beginning with nights of great meals and merriment, translated into a lifelong friendship with many reunions in Florida and Michigan. She had a gentle air about her and a soft-spoken wisdom that I cherished, and always will. My heart goes out to her wonderful family and friends. I trust her legacy of love will serve as a constant source of strength and healing. Ég elska þig Lina❤

Bæta við leslista

Elsku mamma mín

Hæ elsku mamma mín, þetta er bara ég, hún Tinnsla þín :) Í þessum skrifuðu orðum er akkúrat mánuður síðan þú kvaddir :'( Fyrirgefðu hvað ég er sein að skrifa en í hreinskilni sagt, þá vissi ég eiginlega ekki hvað ég ætti að skrifa. Hvernig er hægt að hripa niður á blað 51 ári af minningum? Ég bara spyr... Ég á minningu af okkur tveim labbandi upp Laugaveginn hönd í hönd (ég hef verið 4/5 ára), ég sleppti eitt augnablik og gleymdi mér í búðarglugga...hélt svo áfram að ganga, greip í höndina og áttaði mig þá á að ég hafði gripið í hönd annarrar konu og þú stóðst hinumegin við götuna hlægjandi. Ég á minningu af okkur að fylgja Ellý syss á flugvöllinn þegar hún var 16 og ég 6. Hún var að fara til USA í ár og þegar við stóðum við glerið og fylgdumst með flugvélinni fara á loft þá var mér litið upp til þín og þú varst að þurrka tárin. Ég á minningu af okkur í skemmtigörðum erlendis með pabba og Völu syss þar sem ég heimtaði að fara í öll tækin með pabba og alltaf sá ég ykkur litlu syss sitjandi á bekk að horfa á og vinka. Ég er ennþá að átta mig á þessu, finnst þetta ennþá eitthvað svo óraunverulegt. "Þú varst alltaf hér Svo allt í einu varstu hér ekki lengur Brosið var ennþá þarna, jafnvel gleðin En augun sögðu allt annað....þú varst farin. Skelin var eftir, húðin, hárið, neglurnar, En augun sögðu allt....þú varst farin." Ég elska þig mamma mín og sakna þín sárt.... Þín Tinnsla xxx "Without you there is a hollow space that will never be filled"

Bæta við leslista