no image

Fylgja minningarsíðu

Ólafur Þór Jónsson

Fylgja minningarsíðu

4. maí 1948 - 26. febrúar 2022

Útför

Útför fór fram í kyrrþey.

Kveðjustundin 6. ágúst 2022

Nokkrar myndir frá kveðjustundinni.

no image

Bæta við leslista

Hinsta kveðja

Elsku Óli Þór mágur minn lést laugardaginn 26. Febrúar 2022 74 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar. Hann naut þeirrar blessunar að fá það sem hann óskaði sér og það var að sofna sínum síðasta svefni á heimili sínu aðeins tveim dögum eftir að hann varð alveg rúmliggjandi. Og ég er svo þakklát fyrir að hafa verið á Akureyri síðustu dagana áður en hann fékk hvíldina. Gat spjallað við hann og knúsað hann bless, keypt ís handa honum sem honum fannst svo gott að fá og það eina sem hann gat þá orðið borðað. Og vá hvað hann var ennþá sterkur í höndunum, hann kreisti svo fast þegar ég tók í hendina á honum. Og hann var svo glaður þegar ég fór inn til hans og sagði honum að Gabriel afastrákurinn hans hefði verið að skora fyrir ÍBV, hann brosti út að eyrum og sagði já auðvitað. En elsku Óli Þór var búinn að berjast við krabbamein og gerði það svo sannarlega af jákvæðni, hörku og dugnaði. Og það sem mér fannst Siffa systir natin við hann og svo sterk og stóð eins og klettur við hliðina á honum í hans veikindum. Ég held að hún hafi nú oft ekki munað eftir að hugsa vel um sig sjálfa. Ég gleymi því ekki þegar ég var krakki og hann á sjó út í Norðursjó og ég fékk svo fallegt póstkort í 3 vídd frá honum með kveðju og von um að okkur liði öllum vel. Mikið sem mér þykir vænt um þetta kort enda á ég það ennþá blekið farið að dofna en ég sé enn hvað stendur á því. Eitt sinn þegar hann kom heim af vertíð þá færði hann Sólrúnu Dögg sem þá var rétt 1 árs fallega hvíta húfu, sokka og vettlinga sem var loðið að innan með fallegum myndum. Svona var Óli Þór, alltaf að gefa og gleðja krakkana enda mikil barna gæla og reyndist öllum svo vel. Mikið var líka gott að leita til hans með allt milli himins og jarðar enda þannig gerður og gat alltaf eða nánast alltaf reddað öllu og fátt sem hann gat ekki gert. Alltaf til staðar fyrir alla. Og mikið þótti mér vænt um hann og sakna hans. Ég sleppi mörgu sem ég gæti talið upp en einu ætla ég ekki að sleppa að nefna og það er hvað það var gaman að fá sér í glas með honum og spjalla saman. Hvíldu í friði elsku Óli Þór minn og þína skál kæri mágur.

no image

Bæta við leslista