no image

Fylgja minningarsíðu

Ólafur Sverrir Sölvason

Fylgja minningarsíðu

7. ágúst 1993 - 3. nóvember 2006

Útför

Útför hefur farið fram.

Fallegur drengur

Ólafur Sverrir var fallegur drengur, vel af Guði gerður og hafði alla burði til, bæði að erfðum og uppeldi, að lífsbók hans yrði góð, falleg og spennandi lesning. En nú hafa örlögin á óskiljanlegan hátt skellt henni aftur meðan við erum enn stödd í fyrsta kafla. Hvílíkur harmur öllum sem þekktu þennan yndislega og efnilega dreng. Foreldrum, systrum, ömmu og afa kannski mestur en einnig og ekki síður stórum, mjög nánum frændgarði í báðar ættir, skólafélögum, vinum og fermingarsystkinum. Fráfall hans lætur engan ósnortinn.

Bæta við leslista

Minning - Elsa María, Páll Kristinn,Ólafur Sölvi, Margrét Kristín, Palli og Tryggvi Þór.

Sviplegt fráfall Ólafs Sverris minnir okkur enn einu sinni á hvað lífið er hverfult og á köflum alveg óskiljanlegt. Já, það er óskiljanlegt að Óli litli, eins og við kölluðum hann jafnan til aðgreiningar frá eldri nafna hans í fjölskyldunni, skuli ekki hafa fengið tækifæri til að verða stór.

Bæta við leslista

Minning - Sverrir, Grímur Orri og Egill Darri.

Það er sumar, það er sól. Það er samvera í sumarbústað rétt utan Reykjavíkur, stórfjölskyldan samankomin. Gönguferð á fjallið, sem þú lagðir upp með sem gönguhlaup, enda langfyrstur í mark. Þetta var þinn stíll.

Bæta við leslista

Minning - Sæunn og Arnar Snær.

Það hlýtur að hafa vantað glaðlyndan fjörkálf á himnum. Ekkert annað getur skýrt fyrir okkur þann skelfilega atburð sem átti sér stað í liðinni viku þegar Óli var skyndilega hrifsaður frá okkur. Englunum hlýtur að hafa leiðst. Þá hefur vantað einhvern sem getur hrifið aðra með sér í uppátækjum og leik sem á stundum geta þanið taugar fullorðinna en fyrirgefast jafnharðan með englabrosi og einlægu loforði um bót og betrun. Einhvern sem er tilbúinn að vera í forsvari, með keppnisskap í lagi! Og vera alltaf tilbúinn til að reyna eitthvað nýtt. Einhvern sem er fullur sjálfstrausts og tilbúinn að standa og falla með eigin hæfileikum, hvort sem um er að ræða að dansa frumsamda dansa í jólaboðum stórfjölskyldunnar eða flytja frumsamið gítarverk í skírnarathöfn systurdóttur sinnar.

Bæta við leslista

Minning - Ingimar og Kristrún.

Elsku hjartans Óli. Við söknum þín mikið. Þú varst svo lífsglaður og skemmtilegur strákur. Við munum alltaf muna eftir ferðalögunum sem við fórum saman í. Og öllum prakkarastrikunum! Það var ótrúlega gaman þegar við veiddum alla laxana og silungana. Þú fannst alltaf upp á einhverju skemmtilegu að gera.

Bæta við leslista

Minning - Guðbrandur, Ragnheiður og börn.

Við grátum yfir því sem var gleði okkar!

Bæta við leslista

Minning - Ólafur Jónsson og Auður Ingimarsdóttir

Allt er í heiminum hverfult. Í okkar daglega amstri leiðum við sjaldan hugann að hverfulleika lífsins en erum síðan minnt á hann, skyndilega og á óvæginn hátt. Tár hrynja um vanga og það dimmir í sálinni. En þá taka minningar að streyma fram í hugann, bjartar og fagrar, um glókollinn Óla. Með Sölva, Ingu, Óla, Önnu Lísu og síðar Ingveldi höfum við átt margar góðar stundir undanfarin sumur við veiði og aðra útivist. Óla þótti gaman að veiða en helst vildi hann fá stærsta fiskinn og veiða meira en aðrir. Í þessu viðhorfi hans fólst heilbrigð kappsemi og atorka, að gera eitthvað og keppa að einhverju. En hann tók því líka vel ef lítið veiddist og fann sér þá annað til dundurs. Hann spjallaði við vel fertuga veiðifélaga sína, kannaði hvort vöðlurnar héldu ekki örugglega vatni en óð þá stundum upp fyrir eða lék sér með Önnu systur. Öll undum við okkur vel við þessa tímalausu iðju og vina- og fjölskyldubönd styrktust.

Bæta við leslista

Kveðja frá Árbæjarskóla

Kveðja frá Árbæjarskóla

Bæta við leslista

Minning - Soffía Jóna

Lítill drengur, ljós og fagur, labbaði inn í kennslustofuna mína haustið 1999 ásamt 18 öðrum bekkjarsystkinum sínum. Þau voru að ganga sín fyrstu skref í skólagöngu sinni í Selásskóla. Þessi börn bundust strax miklum vinaböndum og voru hvort öðru góð og styðjandi. Ólafur Sverrir var einn af þessum nemendum. Hann var góður námsmaður og lærði fljótt að lesa og var fljótt farinn að skrifa frá eigin brjósti. Hann hafði frá upphafi fjörugt ímyndunarafl og átti auðvelt með að setja sig inn í ævintýri og sögur. Einkum er mér minnisstætt ævintýrið, sem ég sagði börnunum, um Þyrnirós. Þá teiknaði Óli og skrifaði um prinsinn í aðalhlutverki, enda bjargaði hann prinsessunni. Þannig mun ég geyma minningu hans í hjarta mér. Þessi fjögur ár sem ég fékk að njóta samvista við Ólaf Sverri og bekkjarfélaga hans, sem umsjónarkennari, verða mér ætíð minnisstæð.

Bæta við leslista

Minning - Kári Jónasson og Ólafur Hlynur Guðmarsson, þjálfarar 4. flokks Fylkis.

Þar sem englarnir syngja sefur þú

Bæta við leslista

Minning - Björgvin og Erla Hrönn

Þegar maður er langt í burtu og heyrir sorglegar fréttir trúir maður þeim ekki í fyrstu, því að þær hljóma svo óraunverulega. Það er ekki fyrr en heim er komið að hægt er að trúa þeim. Þetta upplifðum við systkinin þegar við fengum fréttirnar af andláti Óla. Við trúðum þeim ekki í fyrstu. Það var eins og okkur hefði verið sagt að sólin hefði horfið af himnum og kæmi aldrei aftur.

Bæta við leslista

Minning - Steinn Hermann Sigurðarson (Steini)

Mér finnst það rosalega óraunverulegt að hann Óli skuli vera dáinn. Hann sem var alltaf brosandi og glaður og segjandi brandara og önnur skemmtilegheit. Ég mun alltaf muna eftir Óla því að hann var vinur minn frá þriggja ára aldri. Ég á margar minningar um Óla. Ég man til dæmis eftir því að þegar við vorum litlir á leikskóla vorum við alltaf að leika einhver dýr eða íþróttaálfinn. Óli átti körfu fulla af búningum og það var eitt það skemmtilegasta sem við gerðum að grúska í henni og finna okkur búninga sem við síðan klæddum okkur í. Óli átti til dæmis Dalmatíuhundabúning sem var í miklu uppáhaldi hjá okkur báðum. Svo man ég líka að hann var alltaf vaknaður mjög snemma um helgar eins og ég, var oft kominn niður til mín fyrir klukkan átta að spyrja hvort ég vildi leika. Svo byrjuðum við báðir í Selásskóla. Það var þannig að við vorum í eftir-hádegisbekk þannig að skólinn hjá okkur byrjaði oftast ekki fyrr en klukkan ellefu. Frá klukkan átta á morgnana vorum við í gæslu í Víðiseli þangað til við byrjuðum í skólanum. Ein af mínum skemmtilegri minningum um Óla er þegar við vorum í 3. bekk og allur bekkurinn fór að Rauðavatni að vaða. Þá gerði Óli sér nú bara lítið fyrir og fór úr öllu nema nærbuxunum og tók sér góðan sundsprett. Það var nú ekki vel liðið af kennaranum okkar. Í 4. bekk man ég eftir því að við ætluðum að stofna svaka njósnafélag og reyna að njósna eitthvað um fólk. En svo áttuðum við okkur á því að það var erfiðara en við héldum. Svo eftir 5. bekk töluðum við minna saman því að ég flutti í annað hverfi. En ég hitti hann samt alltaf á fótboltaæfingum og þar töluðum við saman. Ég man eins og þau hefðu verið í gær þessi tvö ESSO-mót sem við fórum á til Akureyrar. Á seinna ESSO-mótinu okkar voru öllum gefnar peysur sem á stóð ESSO-mót Akureyri 2005 og þær voru í alveg skærbláum rosalega áberandi lit. Okkar lið var fyrsta liðið til þess að fá þessar peysur. Þá fengum við Óli snilldarhugmynd; við vorum þeir einu þarna á svæðinu í þessum áberandi peysum merktum ESSO mótinu 2005, af hverju þá ekki að fara og þykjast vera starfsmenn? Og við gerðum það og fórum að segja fólki að færa sig til og frá, ekki standa of nálægt vellinum og ekki trufla leikmennina. Svo á einum staðnum var fólk að kalla hvatningarhróp til sona sinna, sem er auðvitað fullkomlega eðlilegt, en við Óli löbbuðum upp að þeim og sögðum þeim að hafa ekki svona hátt. Ég held að ég hafi bara aldrei áður séð fólk með jafn mikinn hneykslunarsvip. Svona var hann Óli, alltaf tilbúinn í einhver skemmtileg uppátæki eða brandara. Ég mun aldrei gleyma honum, hann var góður vinur og frábær strákur. Ég vil votta foreldrum hans og systrum alla mína samúð.

Bæta við leslista

Minning - Áslaug Björt Guðmundardóttir

Nú hverfur sól í haf

Bæta við leslista

Minning - Daníel Guðmundsson

Þegar ég heyrði að vinur minn, hann Óli, hefði orðið fyrir slysi varð ég hræddur og hugsaði: "Hann nær sér", en sú von varð að engu því hann lést þann 3. nóvember. Ég á erfitt með að hugsa til þess að hann labbi ekki inn um dyrnar heima hjá mér, þar sem við eyddum mörgum stundum saman. Síðasta skiptið sem Óli kom til mín lágum við uppi í rúmi og horfðum á "Prison Break" í tölvunni. Við vorum mjög góðir vinir, vorum saman í Selásskóla frá því í 4. bekk, sátum saman og brölluðum heilan helling. Við vorum báðir frekar miklir grallarar og taldir miklir ærslabelgir. Við æfðum saman fótbolta hjá Fylki, og það voru ófáar ferðirnar sem pabbi Óla, hann Sölvi, var í för með okkur, það var alltaf fjör hjá okkur og var ekki leiðinlegt að hafa Sölva með. Við fórum líka í körfubolta, því við þurftum að hafa nóg að gera, við ræddum um að stofna hljómsveit, því Óli var mjög góður á gítar.

Bæta við leslista

Minning - Viðar Helgason og Sigríður Hjartardóttir

Það stefnir í dimman vetur í Árbæjarhverfi. Skyndilegt brotthvarf unglingsdrengs skilur okkur eftir með sorg í hjarta.

Bæta við leslista

Minning - Anna Guðrún og Örn

Drýpur sorg á dáins vinar rann,

Bæta við leslista

Minning - Ólafur Jónasson, Jóna Sigrún Hjartardóttir og fjölskylda.

Dauðinn er lækur, en lífið er strá

Bæta við leslista

Minning - Friðrik Örn Gunnlaugsson

Ég trúi því varla ennþá að þú sért dáinn Óli minn, að þú sért farinn frá okkur þessi hressi, frábæri strákur.

Bæta við leslista