no image

Fylgja minningarsíðu

Ólafur S. B. Andersen

Fylgja minningarsíðu

28. nóvember 1958 - 26. apríl 2023

Andlátstilkynning

Ólafur lést á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 26. apríl. Útför fer fram í Lindakirkju þriðjudaginn 9.maí kl. 15.

Útför

9. maí 2023 - kl. 15:00

Útför fer fram í Lindakirkju 9.maí kl. 15.

Aðstandendur

Svala Dögg Þorláksdóttir Anna Guðný Andersen Örn Arnarson Ingi Óli Andersen Erla Rut Eggertsdóttir Margeir Trausti Frímannsson Brynjar Frímannsson Og barnabörn

Ólafur S B Andersen

Ólafur S B Andersen Minning

Bæta við leslista

Ástarblómið mitt❤️

Elsku hjartans Óli minn ég sakna þín svo sárt. Þú varst minn besti vinur og við elskuðu hvort annað altaf jafn mikið. Þú varst svo mikill dugnaðarforkur vildir allt fyrir alla gera. Við áttum svo vel saman og brölluðum margt saman og það var sko oft mikið hleigið og oft að hvort öðru við gátum verið dáldið trúðar saman. Það var svo mikið rétt sem Björgvin hennar Sísíar sagði um þig. Hann Óli er svo traustur það er ekki til neitt traustara þetta marg sannaðir þú fyrir mér. En ég veit að þú þurftir að fara þetta var orðið of mikið og krabba skrattinn gaf sig ekki. Ég er svo þakklát fyrir að hafa getað fylgt þér þessa 10 mánuði í veikindunum. Þú fórst í gegnum þetta með jafnaðargeði og æðruleysi sem auðveldaði okkur þessa ferð. Ég elska þig og trúi að þú sért altaf með mér ❤️þín Svala Dögg

no image

Bæta við leslista