no image

Fylgja minningarsíðu

Ólafur L. Bjarnason

Fylgja minningarsíðu

14. ágúst 1952 - 18. apríl 1998

Útför

Útför hefur farið fram.

Minningargrein Bergs Pálssonar

Nú er ég hvorki heill né hálfur maður.

Bæta við leslista

Minningargrein Elvars og Jónu, Skíðbakka

Það er sárt að þurfa að kveðja samferðamann og vin svo alltof fljótt að manni finnst. Lífið er stutt segir einhvers staðar og svo varð hjá Óla, en ég held að hann hafi verið mjög sáttur við lífshlaup sitt. Hann undi vel hag sínum í Stóru- Hildisey, sinnti um bú sitt og tók mikinn þátt í uppeldi sona sinna. Hann hafði ekki mikinn áhuga á því að láta fara fyrir sér hið ytra, en hugsaði þess í stað enn betur um það sem hann hafði heima. Þannig náði hann því sem svo fáir geta nú til dags að vera oftast í góðu jafnvægi og laus við spennu. Verklag hans var og þannig að hann gat beðið rólegur komandi tíma því allt sem þurfti að gera var gert tímanlega og þannig að á það mátti treysta. Árangurinn varð sá að bú þeirra Óla og Birnu er svo vel upp byggt að hvar sem á það er litið stenst það samanburð við það besta. Þannig varð samtakamáttur þeirra á öllum sviðum og dugnaður til þess að hámarksárangur hlaut að verða. Þessi einkenni fjölskyldunnar komu líka vel í ljós í vetur þegar erfiðleikarnir dundu yfir.

Bæta við leslista

Minningargrein Kristínar og Gylfa Guðjónssonar

"Dáinn, horfinn," ­ harmafregn!

Bæta við leslista

Minningargrein Margrétar F. Bjarnadóttur

"Dáinn, horfinn!" harmafregn!

Bæta við leslista

Minningargrein Einars Péturssonar og fjölskyldu

Ólafur Bjarnason er látinn aðeins 45 ára gamall eftir harðan slag við illvígan sjúkdóm. Óli sýndi ótrúlegt þrek í þessari baráttu, svo mikið jafnaðargeð að með ólíkindum var. Sama var hvenær maður hitti hann, alltaf var hann léttur í lund. Ég spurði Birnu frænku mína að því snemma í vor eftir að hafa talað við Óla hvort hann væri ekki daufari þegar hann væri bara með henni. Birna svaraði: "Nei, Einar, hann er alltaf eins, en auðvitað koma þeir dagar að hann er þreyttari en aðra daga." Ég var stoltur yfir því að þekkja þennan dreng, stoltur yfir því að hann væri giftur einni af mínum bestu frænkum. Ég sá Óla fyrst fyrir nær 26 árum, en þá höfðum við Birna skroppið á ball á Hvolsvelli, frá Heiði á Rangárvöllum þar sem Birna bjó.

Bæta við leslista

Minningargrein Þráins Þorvaldssonar

Það getur oft verið erfitt og sárt að horfast í augu við staðreyndir.

Bæta við leslista

Minningargrein Runólfs Sigursveinssonar

Það er ávallt erfitt að heyra um andlát samferðamanns, ættingja eða vinar. Það var undarlegt tómarúm sem myndaðist þegar ég heyrði um andlát Óla í Hildisey. Spurningar eins og hvers vegna, af hverju einmitt hann og fleiri slíkar komu fram í hugann. Þó voru þessar fréttir ekki óvæntar miðað við hvað Óli hafði tekist á við í sjúkdómsbaráttu sinni síðustu misseri.

Bæta við leslista

Minningargrein Péturs í Hildisey

Ólafur L. Bjarnason, bóndi í vesturbænum í Stóru-Hildisey, var búinn að vera lengi veikur, er hann lést, og reyna á sjálfum sér verki sjúkdómsins og aukaverkanir lyfjanna. Hann var þakklátur öllu starfsfólki deildar 11E á Landspítalanum fyrir góða og nærgætna umönnun.

Bæta við leslista

Minningargrein Urðar

Elsku besti frændi.

Bæta við leslista