no image

Fylgja minningarsíðu

Ólafur Kristinn Kristjánsson

Fylgja minningarsíðu

10. júní 1971 - 8. júlí 2023

Andlátstilkynning

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir Ólafur Kristinn Kristjánsson (Óli) lést á HVE Akranesi 8. júlí eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm.

Útför

17. júlí 2023 - kl. 14:00

Útförin fer fram í Staðarhólskirkju í Saurbæ í Dalabyggð mánudaginn 17. júlí kl 14:00 Útförinni verður streymt. Blóm og kransar afþakkaðir.

Hlekkur á streymi
Aðstandendur

Margrét Jóna Ragnarsdóttir Halldóra Aðalheiður Ólafsdóttir, Hafþór S. Sölvason, Hrafnhildur Tinna Ólafsdóttir, Sigurður Ragnar Ólafsson, Róbert Logi Hafþórsson, Rebekka Sól Hafþórsdóttir, Sigríður Ásgrímsdóttir, Kristján F. Sæmundsson og systkini

Óli frændi

Elsku Óli frændi. Takk fyrir allt. Það er engin auðveld leið til að lýsa hvað þú skiptir mig miklu máli og þakklæti mínu fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Þakklæti fyrir allar góðu stundirnar, minningar um tölvuleikjaspil til að létta litlum frænda lund í erfiðri veikindabaráttu, einungis nokkrum dögum eftir að hafa fært honum lífgjöf. Þakklæti fyrir gleði og skemmtilegheit þegar slíkt átti við og að hafa sýnt mér hvernig á að vera móðurbróðir sem er hlutverk sem hefur verið mér svo kært að fá að sinna. Þakklæti fyrir gamlar og góðar minningar, Benidormferð, GTAkennsla, jeppakeyrsla, veghefilsakstur, tölvu- og tæknispjall, útilegur, konfekt á jólunum og svo miklu miklu meira en hægt er að setja í orð.

no image

Bæta við leslista

Minning - Óli frændi

Það er okkur eðlislægt að leita í minningar þegar það sem viljum að sé óendanlegt verður endanlegt. Sérstaklega þegar ástvinur fellur frá. Leitað er af minningum þar sem líf okkar mætast og reynt er að muna lykt, persónueinkenni, svipbrigði og fara aftur í tímann og endurupplifa minningar. 

Bæta við leslista

Ólafur Kr. Kristjánsson

Góður drengur er fallinn frá.

Bæta við leslista

Við höfum oft gert þetta áður

Það er alltaf með stolti sem ég svara aðspurður: „Við Óli erum bræðrasynir og í miklum og góðum samskiptum‟. Við Óli vorum samstarfsfélagar til margra ára en okkar bestu samverustundir voru fyrir vestan í Dölunum með frændum okkar og félögum, þar sem við lágum, sátum og gengum saman samlitir náttúrunni. Öll skilningarvit í gangi samtímis og við vorum hluti af náttúrunni, við vorum náttúran sjálf. Á slíkum stundum þar sem allir verða að treysta á félaga sinn og samvinna skiptir öllu máli kom svo greinilega fram hvaða mann Óli hafði að geyma. Það var auðvelt að treysta á Óla, hann hafði drifkraftinn og seigluna, hjálpsemin var óþrjótandi en ekki síst hafði hann einstaka útgeislun með sínu skæra brosi og umvefjandi væntumþykju. Ráðvilltar refaskyttur munu örugglega fá snjallar hugljómanir í framtíðinni, með aðstoð að handan. Ég sé fyrir mér sposkan svipinn á Óla og pabba, sem vaka saman yfir okkur, þegar þeir hlæjandi senda okkur smá vísbendingar. Vegir Guðs eru órannsakanlegir en ég efast ekki um að viðhald þeirra og þjónusta verður nú tölvuvert betri fyrir okkur hin sem ferðumst í kjölfari Óla. Elsku Magga, Halldóra, Hrafnhildur og Siggi við Didda, Auður og Kristján sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur og umfaðmandi knús. Nú höldumst við í hendur, upp og áfram gakk.

Bæta við leslista