no image

Fylgja minningarsíðu

Ólafur D. Guðmundsson

Fylgja minningarsíðu

19. mars 1949 - 17. júlí 2022

Andlátstilkynning

Elsku hjartans eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi lést á hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð í faðmi fjölskyldunnar, sunnudaginn 17. júlí.

Útför

27. júlí 2022 - kl. 14:00

Útför hefur farið fram.

Hlekkur á streymi
Sálmaskrá
Aðstandendur

Valgerður Jónasdóttir Ragnheiður Steina Ólafsdóttir Jónas Björgvin Ólafsson - María Júlía Jónsdóttir Elín Erna Ólafsdóttir - Finnur Einarsson og barnabörn

Ólafur Guðmundsson

Í dag kveðjum við öðlinginn hann Ólaf Guðmundsson eða Óla eins og hann var kallaður eftir stutta og erfiða baráttu við krabbamein sem hann tókst á við af miklu æðruleysi. Með þessum fátæklegu orðum viljum við minnast Óla

Bæta við leslista

Í dag kveð ég kæran vin og samstarfsmann, Ólaf Guðmundsson, oftast kenndan við Litla-Berg í Reykholtsdal.

Vinátta okkar hófst er við Óli fórum saman til sjós sumarið 1988 á frystitogaranum Ými frá Hafnarfirði. Árin á sjó hjá okkur Óla bónda, en hann var alltaf kallaður það af skipsfélögum sínum, urðu 31, en hann hætti fyrir rúmum þremur árum. Óli var duglegur verkmaður og fljótur að læra vinnubrögðin. Hans staður var lestin og gaman væri að vita hversu mörg þúsund kassa hann bar og staflaði þar.

Bæta við leslista

Jæja Óli minn, vinur minn, þá ert þú búinn að kveðja þessa jarðvist.

Örlögin ákváðu það en við eigum eftir að sakna þín mikið. Það var aðdáunarvert hvað þú varst ákveðinn að ná heilsu og fara í útilegu, allavega einu sinni enn, en það fór sem fór. Það var sko ekki til í dæminu að gefast upp. Gerða og Steinhildur voru saman í Kennó og fóru svo að vinna norður í landi og tókst með þeim mjög góð vinátta sem leiddi svo til þess að ég kynntist Óla vini mínum fyrir rúmlega 50 árum. Óli var úr sveitinni en ég af mölinni en þrátt fyrir það tókst mjög góð vinátta á milli okkar. Óli var glaðlyndur og hress strákur sem var mikið í hestastússi, ræktun og eignaðist marga góða gæðinga sem gerðu garðinn frægan bæði heima og erlendis. Fljótlega eftir að við kynntumst gaf Óli mér minn fyrsta hest, Feng, sem reyndist svo verða ljómandi reiðhestur sem allir gátu riðið. Og alltaf sá Óli um mína hesta, nema síðustu árin áður en ég hætti hestamennsku, sem stóð yfir í rúmlega 40 ár. Við hjónin og Óli og Gerða vorum vön að fara til Kanarí mörg síðustu árin og var einstaklega gaman að ferðast með þeim. Þá var gaman að sjá hvað Óli var feiminn að fara í stuttbuxur en þá sögðu frúrnar að það væri enginn að horfa á svona gamla karla eins og okkur en þær sögðust vera orðnar vanar þessum spóaleggjum okkar. Í ferðalögum okkar innanlands var alltaf farið af stað um morguninn í síðasta lagi kl. 10, Óli sá alltaf til þess. Óli sagði mér oft að hann kynni ekki neitt, gæti ekki neitt en flestir vita að hann var mjög fjárglöggur, bráðlaginn við hross og smíðar eða hvað sem hann tók sér fyrir hendur. Eftir að Óli hætti á sjó komst sá skemmtilegi siður á að við borðuðum saman oft um helgar þegar þannig stóð á og spiluðum rúllu. Við hjónin sendum okkur innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra.

Bæta við leslista