no image

Fylgja minningarsíðu

Ögmundur Magnússon

Fylgja minningarsíðu

31. mars 1879 - 9. ágúst 1968

Útför

Útför hefur farið fram.

Frá Ögmundi Svavarssyni

Frá Ögmundi má ýmislegt segja til að lýsa honum, svo sem hvað varðar skapgerð og drengskap. Eitt sinn sagði hann mér frá því að hann hafi verið við vígslu brúar yfir Blöndu. Það var árið 1900. Hann var þá á Skagaströnd, líklega á Fjalli; fór gangandi fram og til baka, því engan átti hann hestinn og enga peninga. Sigríður, dóttir hans, hans sagði mér frá því, að í þessa ferð hafi hann fengið lánaðar tvær silfurkrónur, því honum fannst ómögulegt að fara á slíkt mannamót alveg auralaus. Þessi ferð hefur trúlega tekið heilan dag. Þar sem hann var þannig gerður, að hann gat hreinlega ekki hugsað sér að skulda neinum neitt, þá skilaði hann krónunum, er hann kom til baka, og hefur því trúlega svelt daginn þann.

no image

Bæta við leslista

Svavar afi yrkir í orðastað afkomenda Ögmundar

Svavar afi yrkir í orðastað barna, barnabarna

Bæta við leslista