no image

Fylgja minningarsíðu

Oddur Þór Sveinsson

Fylgja minningarsíðu

14. júní 1961 - 12. janúar 2022

Útför

Útför fór fram í kyrrþey.

Minningargrein um Odd Þór Sveinsson

Mágur minn, Oddur Þór Sveinsson, er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Oddur var fæddur í Hafnarfirði 14. júní árið 1961 og ólst upp á Holtinu til 10 ára aldurs, nánar tiltekið á Þúfubarði 1, en þá flutti fjölskyldan til Neskaupstaðar, þar sem Sveinn Halldór Sveinsson pabbi hans var ráðinn sem yfirverkstjóri hjá Bátastöð SVN , en það var gamli Slippurinn á Eyrinni, sem nú er horfinn. Fjölskyldan ætlaði aðeins að vera eitt ár í Neskaupstað og flytja síðan aftur í Hafnarfjörðinn, en þau áform breyttust og í Neskaupstað byggðu þau sér hús að Nesgötu 27 og það varð síðan þeirra framtíðar heimili.

no image

Bæta við leslista