no image

Fylgja minningarsíðu

Matthildur Margrét Árnadóttir

Fylgja minningarsíðu

15. september 1929 - 22. desember 2014

Útför

Útför hefur farið fram.

Matthildur Margrét Árnadóttir frá Aðalvík

Margrét og Sigurbjörn fluttust til Blönduóss 1952 með þrjú elstu börnin að húsi sem hét Vegamót þar sem þrjú börn bættust í hópinn. Svo byggðu þau sér hús á Mýrarbraut 9 og þar bættust tvær systur við. Þar ólu þau upp sinn stóra barnahóp. Margrét hóf að vinna utan heimilis eftir fæðingu yngstu barna sinna og lengst af vann hún hjá Kaupfélagi Húnvetninga á Blönduósi. Margrét var mjög músíkölsk kona, sem ung húsmóðir var hún sífellt að skrifa upp danslagatexta og hún söng mikið, sérstaklega fyrir eldri börnin sín. Margrét elskaði sveitina sína Aðalvík og fór margar ferðir vestur bæði ein og líka með öll börnin sín, þá var hún hamingjusöm því hún vildi að börnin sín myndu líka elska Aðalvíkina. Sigurbjörn og Margrét voru mikið ferðafólk og notuðu hvert tækifæri sem gafst til að fara í útilegur með vinum og nágrönnum. Eftir að heilsan fór að bila hjá Sigurbirni flutti Margrét að Hnitbjörgum, dvalarstað aldraðra á Blönduósi, en Sigurbjörn fór inn á sjúkrahúsið þar sem hann lést árið 2002.

Bæta við leslista