no image

Fylgja minningarsíðu

Marteinn Steinar Sigursteinsson

Fylgja minningarsíðu

9. maí 1941 - 10. desember 2023

Andlátstilkynning

Okkar ástkæri Marteinn Steinar Sigursteinsson lést í faðmi fjölskyldu sinnar þann 10. desember á Landspítalanum eftir stutt veikindi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey.

Útför

Útför fór fram í kyrrþey.

Aðstandendur

Kristín Kristinsdóttir Sigurbjörg Marteinsdóttir Hallgrímur Georgsson Hákon Björn Marteinsson Kristbjörg Björnsdóttir Guðbjörg Stefánsdóttir Hannes Valgeirsson Kristrún Níelsdóttir Ársæll Ármannsson og fjölskyldur

Bróðurminning

Ég var að burðast við að breiða fiskinn á steininn og leit upp en sá bara skuggann af bróður mínum bera í sólina sem skein sem aldrei fyrr í firðinum okkar. Ég sá ekki sólina fyrir honum. Hann hafði tekið mig með, stelpukorn á fimmta ári, í vinnu við að breiða fisk fyrir frystihúsið á Fáskrúðsfirði. Þessi mynd er föst í huga mér sem fyrsta minning mín um bróðir minn. Hann átti bara systur og þegar ég fæddist, fjórða systirin, þá svaraði hann tilspurður hvort hann væri búinn að eignast bróðir. „Nei, það er eitt stelpufíflið enn." Það háði okkur nú ekki þegar lengra leið og hann átti síðar eftir að standa með mér á erfiðum tímum ævinnar. Maddi, eins og hann var kallaður af okkur systrunum, varð snemma mjög pólitískur og í algerri andstöðu við þá pólitík sem foreldrar okkar aðhylltust. Það voru því oft fjörugar umræður í Laugarnesinu þar sem við bjuggum eftir að við fluttum til Reykjavíkur. Maddi gekk í Æskulýðsfylkinguna og var satt að segja alvöru kommúnisti sem ungur maður. Við yngstu systurnar ólumst því upp við mikil ágreiningsmál á milli foreldra okkar og Madda og svo þessa yndilegu rússnesku tónlist sem hann spilaði alla daga sem hann var heima. Hann spilaði eingöngu lög sem sungin voru af karlakórum og ég lærði að meta þessa kraftmiklu tónlist sem einnig gat verið svo undur falleg og mild og ég nýt hennar enn.

Bæta við leslista