no image

Fylgja minningarsíðu

María Þorleif Hreiðarsdóttir

Fylgja minningarsíðu

17. nóvember 1970 - 7. maí 2022

Útför

Útför hefur farið fram.

Hlekkur á streymi
Minningargrein Tabú

Elsku María okkar,

Bæta við leslista

Minningarorð frá Þroskahjálp

María Þ. Hreiðarsdóttir, baráttukona, fyrrverandi formaður og heiðursfélagi í Átaki - félagi fólks með þroskahömlun, er látin aðeins 51 árs að aldri. María var einn af stofnfélögum Átaks og sat í fyrstu stjórn félagsins sem ritari á árunum 1993 til 1995. Þá var María formaður Átaks í 6 ár, eða til ársins 2001. María sat einnig í stjórn Landssamtakanna Þroskahjálpar, starfaði á skrifstofu samtakanna og var ötull talsmaður þess að samtökin gættu þess í öllu sínu starfi að raddir fólks með þroskahömlun væru í forgrunni.María var brautryðjandi í baráttu fatlaðs fólks, m.a. fyrir rétti fólks með þroskahömlun til að halda frjósemi sinni og stofna fjölskyldu, og skrifaði árið 2021 fræðslurit ásamt Sigríði Elínu Leifsdóttur, um stuðning við seinfæra foreldra.

Bæta við leslista