no image

Fylgja minningarsíðu

María Marteinsdóttir

Fylgja minningarsíðu

23. maí 1935 - 3. apríl 2022

Andlátstilkynning

Elskuleg móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma. María Marteinsdóttir lést á Hjúkrunarheimilinu Skjólgarði, Höfn, sunnudaginn 3. apríl.

Útför

4. maí 2022 - kl. 14:00

Útför hefur farið fram.

Hlekkur á streymi
Sálmaskrá
Aðstandendur

Brynja, Sigurbjörg, Hólmfríður, Þórunn, tengdasynir, ömmu- og langömmubörn

Þakkir

Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju við andlát og útför ástkærrar móður okkar, Maju. Sérstakar þakkir fá allir sem sinntu henni síðust árin.

Gjafa- og minningarsjóður Skjólgarðs
Elsku Maja amma mín hefur kvatt þessa jarðvist.

Ég var svo lánsöm að fá að dvelja hjá henni og afa á sumrin á Höfn þegar mamma og pabbi fóru í fjallgöngur og ég ekki komin með aldur til slíkra stórræða. Þá var margt brallað og ömmu leiddist ekki að fara með mig út um allt, að sýna okkur og sjá aðra.

no image

Bæta við leslista