no image

Fylgja minningarsíðu

María Guðlaug Pétursdóttir

Fylgja minningarsíðu

11. nóvember 1927 - 10. ágúst 2001

Útför

Útför hefur farið fram.

Maja P

Elsku amma eða Maja P eins og hún var kölluð var kraftmikil persónuleiki. Við öll barnabörnin voru mótuð af hennar lífsviðhorfum. Hún sagði okkur öllum hversu erfið spor og hversu mikil áhrif þau höfðu á hana að vera 12 ára þegar hún horfði á eftir pabba sínum í gallfreðna jörðina, spor sem markaði líf hennar og hún deildi með okkur komandi kynslóðum.

Bæta við leslista

Frá Stínu Helga

María Pétursdóttir eða Maja P., eins og hún var alltaf kölluð, og mig langar að minnast með þessum orðum, var gift Ögmundi frænda mínum og fóstbróður mömmu minnar. Ögmundur og Maja kynnstust þegar hún var á heimili mömmu og pabba að passa elsta systkini mitt. Milli þessara heimila var alltaf mikill samgangur á meðan foreldar mínir lifðu og sameiginlega brugðust við í gleði og sorg. Hjá okkur bjó afi okkar Ögmundar og fóstri hans, sem honum og fjölskyldu hans var mjög kær. Því tilheyra þau mörgum æskuminningum mínum.

Bæta við leslista

Frá Eið B. Guðvinssyni

Erfitt var að trúa þeim fregnum síðdegis föstudaginn 10. ágúst að kær vinkona María Pétursdóttir hefði orðið bráðkvödd fyrr um daginn. Dótturdóttir hennar, Sigrún býr á hæðinni fyrir neðan mig á Hólaveginumm, kom þá upp til mín og sagði mér frá andláti ömmu sinnar. Aðeins tveir dagar voru liðnir frá því að við kvöddumst á heimli Maju á Öldustígnum og hún þá svo kát og hress. Ekki hvarflaði að mér að það yrði okkar síðasti fundur. Gjarnan er sagt að svona sé nú bara lífið en engu að síður er alltaf jafn erfitt að sætta sig við vinamissi, ekki síst þegar að brátt ber að.

Bæta við leslista