no image

Fylgja minningarsíðu

María Daníelsdóttir

Fylgja minningarsíðu

11. júní 1944 - 8. janúar 2022

Andlátstilkynning

Móðir okkar tengdamóðir vinkona,amma og lang amma lést í faðmi fjöldskyldu ár þann 8. Janúar síðastliðinn

Útför

Útför hefur farið fram.

Aðstandendur

Dýrleif Jónsdóttir, Ármann Guðmundsson. Guðrún Jónsdóttir, Sölvi Ingólfsson. Rúnar Jónsson, Brynja Rut Brynjarsdóttir. Kristinn Hreinsson, Hildur Eir Bolladóttir. Barnabörn

Æskuvinkona

Hún dó í gær 8. janúar. Við kynntumst þegar ég fór fyrst í skóla, þá var ég tíu ára, hún ellefu ára. Reyndar hafði ég séð hana áður, vissi hver hún var. Við vorum í sömu deild í skólanum í tvo vetur, líklega sátum við saman, ég man það ekki. Mæja var svo klár, ófeimin, spilaði á gítar og píanó. Hún var orðheppin og kát. Ég dáðist að henni og tók hana mér til fyrirmyndar. Ég æfði mig jafnvel í að líkja eftir sumum töktum hennar. Hún var afburða góð í íþróttum, nokkuð sem ég var ekki. Svo dansaði hún vel, kunni gömlu dansana og var fljót að tileinka sér rokk og tjútt. Hún kenndi mér. Ég öfundaði hana aldrei, dáðist bara að henni. Ég hugsa að hún hafi lært af foreldrum sínum og eldri systkinum, oft var mikið fjör á heimili hennar og glaðværð.

Bæta við leslista