no image

Fylgja minningarsíðu

Margrét Árnadóttir

Fylgja minningarsíðu

1. október 1928 - 24. nóvember 2017

Útför

Útför hefur farið fram.

Amma Magga Dúmmendæ

Ég hitti Margréti Árnadóttur tengdamóður mína fyrst í mars 1976. Ég var að koma heim til Siggu minnar í fyrsta sinn, í Breiðás 2 í Garðabæ. Ég man þegar ég heilsaði henni en hún var eitthvað að föndra og horfa á sjónvarpskrossgátuna sem ég tók strax þátt í. Seinna komst ég að því að ég hafði hitt Margréti og fjölskyldu áður á Sauðárkróki, líklega í kringum 1963 þegar ég var sex ára. Þá kom fjölskyldan í heimsókn á Ægisstíg 1. Þau komu til Jóa Hansen, pabba besta vinar míns, Árna. Vaknaði þessi minning þegar ég sá ljósmynd af Siggu minni, Guðrúnu Örnu og Elínu systur Árna sem tekin var uppi á móum. Við Árni vorum með þegar myndin var tekin og horfðum á. Ástæða heimsóknarinnar var að Jói og Kiddi leigðu hjá Margréti í Reykjavík en þeir keyrðu vöruflutningabíla á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur.

Bæta við leslista