no image

Fylgja minningarsíðu

Magnúsína Þórðardóttir

Fylgja minningarsíðu

19. ágúst 1929 - 17. janúar 2022

Andlátstilkynning

Okkar ástkæra Magnúsína Þórðardóttir, til heimilis að Grænuvöllum 4, Selfossi, lést 17. janúar sl.

Útför

Útför verður tilkynnt síðar.

Aðstandendur

Fred Richard Elsheim, Borghild Magni Elsheim, Helene Elsheim, Markus Elsheim, Þórður Guðmundsson og aðrir ástvinir.

Minning um Magnúsínu sem ung kona.

Sem ung kona þá hafði Magnúsína mikil áhrif á mig. Hennar viðvera,skoðanir og viðhorft breyttu mínum viðhorfum á lífið á margan hátt. Var svo heppinn að mín besta vinkona Harpa Eiríksdóttir kynnti mér fyrir henni þegar við vorum ungar að uppgvöta lífið og heimsóttum hana oft á tíðum, sátum í eldhúsinu hennar og vildi hún allt vita um það sem við værum að bralla. Hún lét sér okkur varða og vildi allt um okkur vita, hvað við værum að fara gera,hvaða stráka við værum að fara hitta osfr....ég minnist næturgistingu hjá henni þegar ég og Harpa ákváðum að fara á ball á Selfossi, hún beið eftir okkur eins og unglingur og elskaði að lifa í gegnum okkar ungdóm, var búin að búa um okkur inn í herbergi með stífuðum rúmfötum og tilbúin að taka á móti okkur. Við renndum yfir Hellisheiðina um miðjan vetur á Hondunni minni og var færðin ekki góð, mögulega var dekkjabúnaðurinn ekki sá besti en við höfðum það af yfir. Magnúsína tók hlýlega á móti okkur með bakkelsi á eldhúsborðinu og var spenntari en við fyrir kvöldinu. Sigurd tók á móti okkur líka í innkeyrslunni og var alls ekki hrifin af dekkjabúnaðinum hjá ungu skvísunum sem nýlega voru komnar yfir heiðina á miðjum vetri og hafði miklar áhyggjur af okkur. Þetta voru þeirra móttökur og gleymi ég þeim aldrei. Þegar kom að því að skella sér á ballið vildi Magnúsína endilega skutla okkur, við vinkonurnar litum á hvor aðra og hugsuðum sennilega eitt og annað en slógum til og skutlaði hún okkur. Auðvitað áttum við von á því að kveðja hana við anndyrið á Hótel Selfossi en nei hún lét þar ekki við sita, vildi koma inn og kanna aðstæður, talaði við dyraverðina og aðra starfsmenn um það að við værum að koma og sennilega leggja þeim línurnar hvernig ætti að koma fram við okkur. Við skemmtum okkur konunglega um kvöldið og þegar við mættum aftur í hús til Magnúsínu um miðja nótt þá beið hún eftir okkur og vildi allt vita um það hvernig kvöldið fór. Þarna var ég ung stúlka og hef lifað í gegnum Hörpu í gegnum árin og hennar samskipi við Magnúsínu sem spurði alltaf um hvernig mér gengi í lífinu. Einstök kona og veit ég að Harpa og hennar fjölskylda á eftir að sakna allra símtalana og heimsóknirnar frá Magnúsínu og áhugann sem hún sýndi alltaf sýnu fólki.

Bæta við leslista

Til minningar um Magnúsínu

„Blóm eru ódauðleg. Þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor, – einhversstaðar“ (HKL).

Bæta við leslista