no image

Fylgja minningarsíðu

Magnús Þorsteinn Jónasson

Fylgja minningarsíðu

26. júní 1951 - 11. maí 2022

Andlátstilkynning

Elskulegi eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi Magnús Þorsteinn Jónasson kallaður Mangi lést á sjúkrahúsinu á Akureyri þann 11 maí 2022.

Útför

21. maí 2022 - kl. 13:30

Útför hefur farið fram.

Aðstandendur

Anna Lísa Stefánsdóttir, Ingunn Magnúsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Heiða Magnúsdóttir, tengdasynir og barnabörn.

Þakkir

Aðstandendur þakka auðsýnda samúð og hlýhug.

Kæri Mangi (tengdapabbi)

Ég get ekki annað en skrifað nokkur orð um hann Magnús (Manga) tengdapabba minn sem kvaddi okkur allt of snöggt eftir stutta baráttu við krabbamein. Þegar ég kynnist Guðrúnu komst ég fljótt að því að hún ætti góðann og skemmtilegan faðir, enda áttu þau mjög sterkt og gott samband við hvort annað. Við Mangi náðum strax vel saman, við höfðum sama áhugann á sveitinni og dýrunum. Mangi bjó á Dalvík en var með kindur í Koti sem hann fór og sinnti þar. Ég sá að honum þótti afar gott að komast fram í dalsbotninn að finna friðinn milli fjallanna, heyra í ánni renna við bæinn og hlusta á fuglasönginn enn best fannst honum að vera í fjárhúsunum. Mikið vorum við tveir búnir að brasast saman, þá yfirleitt í Koti við eitthvað sem tengdist kindunum, heyskap eða girðingarvinnu. Okkur þótti heldur ekki leiðinlegt að fíflast við matarborðið segja einhverjar gaman sögur úr sveitinni, hann var nefnilega mikill húmoristi þó svo það hafi ekki mikið farið fyrir honum í margmenni. Áður en við Guðrún fluttum í Kot fórum við Mangi oft bara tveir saman fram í Kot að gefa fénu. Stundum var bras á okkur að komast í ófærð eða í leiðinda veðri, en þetta voru góðar ferðir og við spjölluðum alltaf á leiðinni um hitt og þetta, veðrið, sveitastörfin og hvað væri að gerast á bæunum. Það var einstakt og þægilegt að vinna með Manga alltaf svo þolinmóður, rólegur og ofboðslega duglegur. Mangi var sérstaklega mikill skeppnu maður og hafði ræktað upp góðan fjárstofn í Koti. Hann þekkti hverja einustu kind með nafni og gat sagt manni ættir af hverri og einni kind. Á vorin þegar búið var að sleppa lambfé út á tún fylgdist hann vel með fénu, tók langa göngutúra innan um féð og passaði upp á að engin lömb væru að villast undan mæðrum sínum. Á haustin fór ég oft að leita að kindum sem ekki höfðu skilað sér heim í göngum, alltaf áður en ég fór af stað hafði ég eða Guðrún samband við hann. Þegar hann vissi hvaða kindur vantaði gat hann sagt manni hvar væri líklegast að leita að þeim. Þetta klikkaði ekki hjá honum kindurnar fundust yfirleitt á þeim stað sem honum þótti líklegast. Þegar veðurspáin var slæm á veturnar hringdi ég alltaf í Manga og spurði hann hvernig hann héldi að veðrið myndi verða hérna heima í Koti, þá var hann alltaf fljótur að svara og búin að vera fylgjast vel með veðurspánni og tilbúin með svörin handa manni og aldrei klikkaði það.

Bæta við leslista

Elsku besti pabbi

Ég trúi bara ekki að ég sitji hér og skrifi nokkur orð um hann pabba minn sem kvaddi okkur alltof alltof snemma. En pabbi lést á SAK 11 maí í faðmi okkar systra og mömmu eftir alltof stutta og erfiða baráttu. En pabbi greindist með krabbamein þann 13 janúar á þessu ári.

no image

Bæta við leslista