no image

Fylgja minningarsíðu

Magnús Ingi Gunnlaugsson

Fylgja minningarsíðu

17. maí 1988 - 8. mars 2022

Andlátstilkynning

Ástkær sonur okkar, bróðir, barnabarn og frændi, Magnús Ingi Gunnlaugsson lést á heimili sínu þann 8 mars 2022.

Útför

31. mars 2022 - kl. 13:00

Útför hefur farið fram.

Aðstandendur

Gunnlaugur S.Gunnarsson,Petrea Kr.Friðriksdóttir,Högni Sturluson,Sævar Snær Gunnlaugsson,Hjörleifur Svavar Högnason,Friðrik Már, Agnes Magnúsdóttir og Gunnar Konráðsson

Elsku stóri frændi

Elsku Magnús Ingi, stóri frændi minn, það sem ég gæfi fyrir eitt knús í viðbót, að heyra hláturinn þinn aftur eða sjá brosið þitt með þessa djúpu spékoppa. Mér hafa alltaf fundist spékoppar sætir en þegar ég hugsa um þá hugsa ég alltaf um þig. Þú ert sko stóri frændi minn og barst það með rentu. Ekki nóg með að þú sért tíu árum eldri en ég heldur ertu líka höfðinu hærri. Þú áttir það til að knúsa mig, kreista og lyfta mér upp þegar við hittumst. Þrátt fyrir að þú sért tíu árum eldri nenntir þú alltaf að leika við litlu frænku þína þegar við vorum yngri. Þú kenndir mér t.d. að spila fléttu og tíu/sprite eitt skiptið sem þú varst í heimsókn á Akranesi. Einu sinni ætlaðir þú að kenna mér óþelló en þorðir ekki að opna spilið af því það var enn í plastinu. Svo í seinni tíð varstu alltaf boðinn og búinn að passa bílinn okkar og skutla okkur upp á völl á öllum tímum sólarhringsins ef við vorum á leið erlendis. Þú gerðir alltaf þitt besta í að mæta á mannamót, þó svo þau væru ekki alltaf auðveld. Þú dast samt niður á fullkomna lausn að mínu mati: mæta snemma og fara snemma. Það gerði það að verkum að stundum varst þú sú manneskja sem ég náði að tala mest við af gestunum, t.d. þegar þú mættir 2 tímum fyrr í ferminguna mína. En það þýddi líka að þú varst boðinn og búinn að hjálpa til sem kom að góðum notum fyrir myndasýninguna í fermingarveislunni hennar Árnýjar. Ég hafði reynt árangurslaust að tengja allt en svo gast þú kippt því í liðinn á nokkrum mínútum. Svo má ekki gleyma öllum myndunum sem þú tókst í veislunni, og þ.m.t. slatta af grettumyndum af mér sem þú tókst á meðan við biðum eftir gestunum.

Bæta við leslista

Minningargreinar

Magnús, þú kenndir mér á öll áhugamálin sem ég elska í dag. Þú elskaðir leiki og spilaðir aldrei til að vinna, heldur bara til að skemmta þér og það fannst mér ávallt skondið. Stundirnar sem við eyddum saman fóru í það að tala um álfa og stríðskappa úr allskyns heimum, og það er þér að þakka að ég elska þessa hluti í dag. Þín verður sárt saknað kæri bróðir.

Bæta við leslista