no image

Fylgja minningarsíðu

Magnús Georg Siguroddsson

Fylgja minningarsíðu

1. desember 1941 - 9. apríl 2019

Útför

Útför hefur farið fram.

Kveðja frá Ragnheiði Hrefnu

Pabbi fæddist í Reykjavík og bjó á Nönnugötu 7 sem barn og unglingur. Hann var alltaf svolítill prakkari og af sumum kallaður aðal prakkarinn í austurbænum. Á þeim tíma sem hann var barn var stundum rígur á milli austur- og vesturbæjar og pabbi tók þátt í því með tilheyrandi skylmingum, vatnsbyssum og öðrum prakkarastrikum. Hann var alltaf bóngóður og var á unga aldri að aðstoða afa sinn og ömmu töluvert en þau bjuggu rétt hjá á Urðarstíg 10. Hann var sendur í alls konar erindi fyrir ömmu Pálínu, út í búð og svona. En með afa sínum Magnúsi fór hann oft aftan á hjólinu hans til að aðstoða við að setja niður eða taka upp kartöflur í kartöflugarðinum sem hann var með í Vatnsmýrinni. Mamma hans, Fanney Long Einarsdóttir, var kjólameistari og pabbi hans, Siguroddur Magnússon, var rafvirkjameistari. Foreldrum sínum hjálpaði hann líka óspart við að handlanga og sníða kjóla ef á þurfti að halda.

Bæta við leslista