no image

Fylgja minningarsíðu

Lilja Hjartardóttir Howser

Fylgja minningarsíðu

27. desember 1930 - 13. mars 2020

Útför

Útför hefur farið fram.

Þakkir

Sérstakar þakkir færum við Þórhildi Sigtryggsdóttur lækni, heimaþjónustu HERU, líknardeild Landspítalans og heimahjúkrun Hafnarfjarðar.

Elsku mamma mín

Þessir mánuðir sem hafa liðið frá því þú kvaddir okkur hafa verið erfiðir. Aðstæður hafa ekki leyft okkur að halda þér minningarathöfn – og þú sem varst svo mikil útfararkona. Fallega athöfnin okkar í kirkjunni þar sem tónar Mozart, þinn uppáhalds, fengu að hljóma, hún verður kveðjustundin þín.

Bæta við leslista

Elsku amma Lilja

Hún hneygir sig, tjaldið fellur í síðasta sinn. Yndisleg kona hefur kvatt okkur en minningin um elsku ömmu sem vildi öllum svo vel lifir. Hlýja, umhyggja, traust og að sjá alltaf það góða í öllum voru kostir sem amma bjó yfir. Hún var einhvern veginn amma allra og vildi allt fyrir mann gera. Mætti á allar ballettsýningar og leyndi ömmustoltið sér aldrei. Ömmuhús var alltaf mitt annað heimili og oft mitt aðal heimili. Að hafa fengið að alast upp svona náið með ömmu mótaði mig að miklu leyti að þeirri manneskju sem ég er í dag og myndi ég segja að allir þeir eiginleikar sem ég tók frá henni eru mínir bestu eiginleikar. Hún snerti hjörtu allra þeirra sem voru það heppnir að fá að kynnast henni með hlýju sinni og umhyggju.

Bæta við leslista

Kveðja frá vinkonu.

Þegar ævin er orðin löng, þurfum við sem eldri erum svo oft að horfa á eftir kærum vinum inn í annan heim. Alltaf er það sárt, en innra með okkur er sátt, hvorki við eða þau eiga vísa jarðvist lengur en tæp hundrað ár. Svo fæ ég frétt af vinkonu sem var mér mjög kær en er nú dáin. Og áður en við er litið fr ég að hlakka til að verða kölluð til himna. Því þar veit ég um eina sem heldur uppi fjörinu á þeim dýrðar stað. Það er hún Lilja mín, stúlkan dökkhærða frá Patreksfirði, sem hóf nám í leiklistarskóla Lárusar Pálssonar um miðja síðustu öld. Við urðum strax vinkonur, ég hlaut að laðast að þessari stúlku sem var svo hjartahlý og skemmtileg. Við stormuðum í partý og böll á kvöldin og á eftirmiðdögum var alltaf „Jam Session“með bestu Jazz hljómsveitar mönnum þess tíma í miðbæ Reykjavíkur. Við kölluðum okkur „Hirspursmeyjarnar“ og vorum mættar allsstaðar þar sem fjörið var mest,og þar var Lilja drottning allra partýja – Við sætu gellurnar með túberaða hárið og yndisþokkann, höfðum ekki roð við Lilju. Hún gekk meðal samkomugesta og kynnti sig sem Jósefínu Baker number þrí, og partýdrottningin hélt uppi fjörinu hvar sem við vorum staddar.

Bæta við leslista