no image

Fylgja minningarsíðu

Kristján Jón Arilíusson

Fylgja minningarsíðu

12. júní 1946 - 24. desember 2024

Andlátstilkynning

Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, Kristján Jón Arilíusson (Stjáni) lést þann 24.desember síðastliðinn.

Útför

12. janúar 2025 - kl. 13:00

Jarðsungið verður frá Borgarneskirkju og jarðsett að Kolbeinsstöðum.

Hlekkur á streymi
Aðstandendur

Arilíus B. Kristjánsson Kristín H. Kristjánsdóttir Jónþór Kristjánsson Tengdabörn, barnabörn og systur.

Þakkir

Innilegustu þakkir fá starfsfólk Sjúkrahússins á Akranesi fyrir ómetanlega umönnun síðustu dagana.

Til pabba

Elsku besti pabbi. Það er fremur súrrealískt að vera að rita minningarorð um þig og pínu erfitt að sætta sig við að þú sért farinn frá okkur. En sennilega vissirðu í hvað stefndi án þess þó að segja okkur það. Þú varst vissulega orðinn þreyttur og þú saknaðir líka mömmu, varst aldrei nema hálfur maður án hennar. Það er risastór plástur á sárið að vita til þess að þið séuð loksins aftur sameinuð og að hún þarf aldrei aftur að bíða eftir þér. Hún þurfti þess nefnilega ansi oft í ykkar hjónabandi, þar sem þú varst nú alltaf örlítið tímavilltur ;)

no image

Bæta við leslista

Stjáni vinur minn

Ég hitti Stjána minn síðast á laugardaginn 21 desember síðastliðinn á spítalanum á Akranesi. Þegar ég kom inn á stofu 8 þar sem Stjáni lá var hann sofandi, það var værð og friður yfir okkar manni og ég beið með að vekja hann um stundarsakir og virti hann fyrir mér. Hann opnaði augun og tók mér fagnandi eins og hann hefur alltaf gert, við kynntumst fyrir 31 ári síðan og alltaf verið vinir. Það er Guðs blessun að eiga góðan vin eins og Stjána, hann var hjálpfúsasti og gjafmildasti maður sem ég hef á ævinni kynnst. Ég sagði það einu sinni við hann og oft á bakið á honum að hann væri fyrir mér "einskonar engill" hvort sem það var ég sem var hjálpar þurfi eða ókunnugt fólk sem hann ýmist hitti á förnum vegi eða heima hjá honum á Stórahrauni. Hann gaf öllum allt sem hann gat gefið, hjálpaði öllum sem leituðu til hans, tók öllum vel. Hann var afar gestrisinn og þess utan var hann leitfrandi skemmtilegur og fyndinn.

Bæta við leslista