no image

Fylgja minningarsíðu

Kristján Finnsson

Fylgja minningarsíðu

6. mars 1932 - 8. mars 2024

Andlátstilkynning

Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Kristján Finnsson, bóndi, Laxholti, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands föstudaginn 8.mars 2024.

Útför

23. mars 2024 - kl. 14:00

Útförin fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 23.mars klukkan 14:00

Hlekkur á streymi
Aðstandendur

Guðlaug Valdís Kristjánsdóttir, Benedikt Kristjánsson, Stefanía Stefánsdóttir, Jóhanna María Kristjánsdóttir, Þorbjörg Valdís Kristjánsdóttir, Hlöðver Hlöðversson, Kristján Finnur Kristjánsson, Gunnur Björk Rögnvaldsdóttir og barnabörn.

Hjartans þakkir fyrir allt og allt - Einstakar minningar lifa og gleðja um ókomin ár

Myndir sem fylgja hér eru frá síðustu heimssókn minni til Stjána og Gullu í þeirra fallega garði í ágúst 2023, mynd af mér með fyrsta laxinn og frá söng á Eskiholstsættarmótinu 2023. Einnig myndir frá útförinni sem í alla staði var falleg og stundin græðandi. Mikill fjöldi vottaði Kristjáni virðingu sína (um 300 manns). Söngur Tindatríósins var dásamlegur. Minningarorð Sr. Brynju Vigdísar Þorsteinsdóttur voru sérstaklega hugljúf og persónuleg. Brynja er dóttir hans Steina sem var lengi kaupamaður hjá Gullu og Stjána og var "yfir-kaupamaður" mín fyrtu ár í Laxholti. Steini og hans fjölskylda búa í Borgarnesi. Brynja kynntist því öllum í Laxholti strax sem barn.

no image

Bæta við leslista

Elsku pabbi - minning þín lifir

Minningargrein sem birtist í Morgunblaðinu 23.mars 2024

no image

Bæta við leslista

Kveðja frá Þorfinni Sigurgeirssyni

Nú er Stjáni frændi í Laxholti fallinn frá eftir langa og farsæla ævi. Það er á engan hallað, held ég, ef því sé haldið fram að hann hafi verið ættarhöfðingi Eskiholtsættarinnar hin seinni ár. Útför hans á laugardaginn sl. þann 23. mars var einkar falleg í alla staði. Honum og öllum aðstandendum til mikils sóma. Ég var ekki nógu duglegur að taka myndir en smelli af nokkrum í kirkjugarðinum og í erfidrykkjunni og læt þær fljóta hér með. Ég renndi hins vegar í gegnum myndasafnið mitt og tók saman nokkrar myndir sem ég hef tekið af Stjána í gegnum árin og eru aðallega frá ættarmótunum sálugu. Eina dýrmæta mynd fann ég líka af Stjána og afa sem pabbi tók við útför ömmu Jóhönnu.

no image

Bæta við leslista