no image

Fylgja minningarsíðu

Kristín Ívarsdóttir

Fylgja minningarsíðu

8. júlí 1967 - 23. janúar 2024

Andlátstilkynning

Elskuleg eiginkona mín, móðir, dóttir og amma, Kristín Ívarsdóttir, lést aðfararnótt þriðjudagsins 23. janúar, eftir stutta baráttu við krabbamein.

Útför

5. febrúar 2024 - kl. 13:00

Útförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 5. febrúar klukkan 13.

Aðstandendur

Óðinn Sigurðsson, Hrafnhildur Ósk, Óðinn Freyr, Kristín Ósk, Hrafnhildur Georgsd.

Sambúðin

Við Kristín kynntumst á skautum í Skautahöllinni árið 1998, fljótlega eftir það flutti ég inn til hennar en hún átti þá íbúð við Stigahlíð. Við trúlofuðum okkur 21. desember það ár og giftum okkur aðeins hálfu ári síðar, 4. júní 1999 í lítilli svartri kirkju, Brautarholtskirkju, brúðkaupsferðin var bíltúr austur á firði, sjómannadagurinn framundan. Kristín var glaðvær og skemmtileg, ákveðin, dugleg og óeigingjörn, hún var alstaðar í öllu ef hún taldi sig eiga erindi og hún barðist ávallt fyrir sínu fólki þegar þess þurfti. Kristín starfaði sem rönktentæknir þegar við kynntumst en varð svo bankastarfsmaður og síðar læknaritari við heilsugæsluna í Efstaleiti. Kristín var mjög hrifin af því að búa í Hlíðunum og því var farið mjög stutt í hvert skipt sem við fluttum, úr Stigahlíð í Drápuhlíð, þaðan í Hörgshlíð (þar var gerð tilraun til að búa með tengdó) og svo í Barmahlíð.. Hrafnhildur Ósk var 8 ára þegar við kynnumst en við eignuðumst síðar Óðinn Frey, sem býr enn á heimilinu en Hrafnhildur Ósk keypti sér íbúð í hverfinu og býr þar með stelpunni sinni, Kristínu Ósk, sem var sólargeisli ömmunnar til loka dags.

no image

Bæta við leslista

Fallega mamma mín

Elsku fallega mamma mín nú ertu farin mér frá, mér finnst það ósanngjarnt og erfitt, tími okkar saman hefði átt að vera lengri en þann tíma sem við áttum sköpuðust margar minningar sem munu ylja mér um hjartarætur um ókomna tíð. Við vorum bestu vinkonur, systur eins og þú sagðir svo oft. Það var ekkert sem við gátum ekki sagt hvor annari, þú tókst það alltaf nærri þér ef ég talaði við þig í uppnámi, þú vildir allt fyrir mig gera og þitt hjartans mál var að ég væri hamingjusöm. Ég er þakklát fyrir að þú hafir verið mamma mín, ef ég hefði valið sjálf þá hefði ég alltaf valið þig.

no image

Bæta við leslista

Dóttir mín

Elsku hjartans Kristín mín erfið veikindi þín stóðu stutt yfir en rosalega voru þau erfið samt, varst þú ákveðin að takast á við þau og sagðir oft mamma ég er ekki að fara að deyja núna og það sagðir þú líka við mig daginn sem þú fórst. Þú hefur verið mér svo afskaplega góð og hjálpsöm. Við töluðum saman í síma á hverjum degi þú passaðir allt og alla. Við vorum mjög mikið saman löbbuðum Laugaveginn og hittum vin okkar í tóbaksbúðinni og áttum ótal skemmtilegar stundir. Þú átt svo yndislegan mann hann Óðinn sem staðið hefur sem klettur þér við hönd alla tíð. Ég sagði nú einu sinni að ég hefði ekki getað fundið svo góðan mann handa þér þó ég hefði leitað sjálf. Og börnin þín Hrafnhildur Ósk og Óðinn Freyr eru óskabörn allra mæðra og var sérlega gott á milli ykkar allra. Svo kom ljósgeislinn hún Kristín Ósk, varð allra mesta ömmu og afa stelpa. Elsku Kristín mín hver á nú að syngja afmælissönginn eða segja mér að hringja þegar ég væri komin heim eða spurja hvað ætlar þú að elda í kvöld. Ég veit ekki hvernig ég fer að vera án þín mín yndislega en ég lofa að gera allt mitt besta. Vertu sæl elsku fallega og duglega góða dóttir mín.

Bæta við leslista

Mín systir

Sagt er að jarðaför sé hin síðasta kveðja. Ég bara neita því systir ég bara neita því. Þú fórst of fljótt frá mér, ég er ekkert tilbúinn í svona, þú veist hvað ég þoli illa breytingar. 

Bæta við leslista