Fylgja minningarsíðu
Kristín Eiríksdóttir
Fylgja minningarsíðu
15. mars 1916 - 4. september 2009
Útför
Útför hefur farið fram.
Þakkir
Fjölskyldan þakkar öllum þeim, sem reyndust henni vel.
Kristín Eiríksdóttir
Kristínar Eiríksdóttur verður helst minnst sem hinnar traustu móður og eiginkonu, sem hugsaði fyrst og fremst um hag eiginmanns, barna og fjölskyldna þeirra.
Bæta við leslista
Kristín Eiríksdóttir
Nú eru kaflaskil í langri vináttu tveggja fjölskyldna, þegar Kristín Eiríksdóttir er fallin frá. Upphafið má rekja langt aftur, allt til þess er Bjarni Vilhjálmsson, seinna eiginmaður Kristínar, og Ragna Jónsdóttir, móðir okkar systkina, sem unglingar frá Norðfirði settust á skólabekk fyrir um það bil áttatíu árum í Menntaskólanum á Akureyri. Þar fyrir var Ragnar Jóhannesson, faðir okkar. Vináttuböndin styrktust enn frekar þegar Kristín kom til sögunnar, og þetta unga fólk hófst handa við að stofna heimili sín í Reykjavík í byrjun seinna stríðs. Mikill samgangur var milli fjölskyldnanna tveggja sem ekki minnkaði að ráði þó svo að foreldrar okkar flyttust tímabundið upp á Akranes. Það þótti alltaf sjálfsagt að líta inn hjá þeim Bjarna og Kristínu í Lönguhlíðinni og svo seinna meir í Grænuhlíðinni.
Bæta við leslista
Kristín Eiríksdóttir
Við fráfall Kristínar Eiríksdóttur verða skilin endanleg. Í nokkur ár hafði hún vissulega verið fjarlæg okkur sem þekktum hana. En nú er kveðjustundin runnin upp og þá er gott að geta yljað sér við góðar minningar. Ég var í hópi þeirra fjölmörgu ættingja Bjarna sem ávallt áttu öruggt athvarf á heimili þeirra Kristínar. Þar var oft þröngt setinn bekkurinn en hjartarýmið var alltaf nóg og veitt af rausn. Þar áttu margir góðar stundir. Milli Bjarna og hinna fjölmörgu systkina hans voru náin tengsl, ekki síst milli Þorbjargar móður minnar og Bjarna en hún var næst honum í aldri. Miklir kærleikar voru með fjölskyldunum og þau fjögur, mamma og pabbi, Kristín og Bjarni ferðuðust mikið saman, jafnt innanlands sem utan. Þessa vináttu eignaðist ég líka. Og milli okkar Kristínar myndaðist djúp vinátta þar sem ég var aðeins þiggjandinn. Í öllum skilningi var hún veitandinn. Þar var ég í hópi fjölmargra enda ræktarsemi hennar við brugðið.
Bæta við leslista
Kristín Eiríksdóttir
Á fimmtánda ári flutti ég til Reykjavíkur inn til afa og ömmu í Grænuhlíð. Aðeins tvær mínútur frá MH og í kallfæri við flesta helstu strætisvagna; þetta var eins miðsvæðis og kostur var á. Fyrir þau var þetta eins og að eignast barn á ný, löngu eftir að yngsta barnið hafði flogið brott. Þetta var mjög góð vist, enda stjanað við mann og brauðið smurt eftir pöntun. Amma bjó alltaf til nóg af kæfu, og þegar maður þreyttist á því, þá lagaði hún marmelaði. Svo var alltaf til jólakaka.
Bæta við leslista
Kristín Eiríksdóttir
Elsku amma.
Bæta við leslista
Kristín Eiríksdóttir
Í dag kveðjum við fjölskyldan Kristínu, ömmu mína, og mun hennar verða sárt saknað. Þrátt fyrir það gleðjumst við yfir hennar löngu ævi, og því að hún megi nú hvíla í friði eftir langvinn veikindi.
Bæta við leslista
Kristín Eiríksdóttir
Látin er móðuramma mín, Kristín Eiríksdóttir, 93 ára að aldri. Kristín amma er eina amman sem ég hef átt um ævina, ef frá eru talin fyrstu 3 æviár mín. Fyrir mér var hún því einstök. Sjálf var ég svo heppin að hafa sérstöðu í barnabarnahópnum hennar, því ég var eina stelpan af átta barnabörnum fram á unglingsár.
Bæta við leslista
Kristín Eiríksdóttir
Elsku amma.
Bæta við leslista