no image

Fylgja minningarsíðu

Kristfríður Björnsdóttir

Fylgja minningarsíðu

3. júní 1940 - 13. júní 2025

Andlátstilkynning

Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Kristfríður Björnsdóttir Uppsölum í Hálsasveit lést þann13.6. sl. á Landsspítalanum.

Útför

26. júní 2025 - kl. 13:00

Útför Kristfríðar Björnsdóttur húsfreyju á Uppsölum í Hálsasveit fer fram frá Reykholtskirkju fimmtudaginn 26.6. kl. 13:00.

Aðstandendur

Guðrún Þórisdóttir, Gunnar Kristjánsson Gísli Gíslason, Mette Moe Mannseth Eyjólfur Gíslason, Johanna Karin Knutson Lára Kristín Gísladóttir, Kolbeinn Magnússon Katrín Gísladóttir, Sigurbjörn Magnússon barnabörn og barnabarnabörn.

Þakkir

Fjölskyldan þakkar góðar kveðjur og hlýhug. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Brákarhlíðar í Borgarnesi fyrir umönnun og hlýju.

Kristfríður Björnsdóttir

Mín ágæta tengdamóðir Kristfríður Björnsdóttir, eða Fía eins og hún var alltaf kölluð, kvaddi þetta líf einn fallegasta dag vorsins, en vorið var hennar uppáhalds árstími. Hún naut þess þegar sauðburður var í fullum gangi, folöldin að fæðast og gróðurinn að lifna. Þótt dagarnir væru oft langir og erfiðir þá lét hún sig ekki muna um ef stund gafst að bregða sér á hestbak, gera við girðingu eða bara það sem þurfti að gera. Hún var nagli sem vílaði ekkert fyrir sér. Einhverju sinni sagði hún að eini gallinn við vorið væri að þurfa að sofa. Fía var mörgum kostum búin. Hún var söngelsk og hafði mikið yndi af því að taka þátt í kórastarfi og söng lengi í kórum enda alin upp á miklu tónlistarheimili. Hún naut þess líka að hlusta á góða tónlist: kórar og góðir einsöngvarar í sérstöku uppáhaldi. Fía var mikil fjölskyldumanneskja. Að hafa stórfjölskylduna í kringum sig var hennar yndi. Ófá eru þau skipti sem börnin okkar komu í heimsókn til hennar og jafnvel gistingu. Voru það góðar stundir fyrir þau og hana, þar bæði las hún og söng fyrir þau og kenndi þeim að syngja. Seinna nutu leikskólabörnin á Hnoðrabóli góðs af lestri og söng með ömmu Fíu. Ferðalögum hafði hún mikið gaman af ekki síst á hestum. Ég var svo heppinn að hafa farið með henni og fleirum í nokkrar slíkar ferðir og þar naut hún sín vel sem kappsamur rekstarmaður, sáttasemjari og almennur gleðigjafi. Ef ég hef skilið orðið náttúrubarn rétt þá finnst mér það vera manneskja eins og Fía, hvort það var kindarag, hestastúss, smalamennskur á hestum, heyskapur eða gróðursetning, allstaðar var hún rúmlega liðtæk. En nú hefur hún lagt í sína hinstu ferð í sumarlandið og er ég viss um að þar er hún búin að leggja á gráan og ríður um á grænum grundum og lætur kasta toppi. Að lokum votta ég öllum aðstandendum samúð mína og takk fyrir allt kæra Fía.

no image

Bæta við leslista