no image

Fylgja minningarsíðu

Kristberg Snjólfsson

Fylgja minningarsíðu

8. júní 1964 - 17. desember 2022

Andlátstilkynning

Elsku hjartans eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir og afi Kristberg Snjólfsson Miðgarði 9, Reykjanesbæ, lést á landspítala Fossvogi útförin hefur farið í kyrrþey

Útför

Útför fór fram í kyrrþey.

Aðstandendur

Margrét Linda Marísdóttir Alma Glóð Kristbergsdóttir, Lilja Björt Kristbergsdóttir Kristófer Már Þórhallsson, Vilborg Ósk Jónsdóttir Jóhann Helgi Þórhallsson, Aníta Rós Pétursdóttir Bjarni Freyr Þórhallsson, Arnór Snæland Og barnabörn

Þakkir

Starfsfólk á gjörgæsludeild landspítala fær sérstakar þakkir fyrir frábæra umönnun

Elsku frændi minn

Það er skrítið að sitja hér með fullan haus af minningum. Það var svo mikill samgangur á milli okkar frændsystkina og fjölskyldna okkar og man ég svo mikið frá Grýtubakkanum þar sem ég var oft í pössun hjá mömmu þinni og eins í Mýraselinu þar sem við Guðbjörg vorum iðulega að leika okkur saman.

Bæta við leslista

Síminn er þagnaður

Síminn þinn er þagnaður, þú ert ekki lengur í stólnum þínum að selja fasteigni eða bíla eða hafa skoðun, sprella og ræða heimsmálin. Mér finnst í raun ótrúlegt að tímin haldi áfram að fluglarnir syngi enn og féttir séu sagðar í fjölmiðlum dag hvern því tíminn stöðvaðist hjá mér og hjartað brotnaði í þúsund mola 17 desember um kl 21.30, ég og Alma Glóð og Lilja Björt vorum hjá þér, við héldum dauðahaldi í hendur þínar.

no image

Bæta við leslista

Kristberg Snjólfsson

Elskulegur vinur minn hann Kristberg Snjólfsson lést á Landspítala í gærkvöldi, hann háði harða baráttu við hinn illvíga sjúkdóm Covid 19. Ég kynntist Kidda fyrir mörgum árum í gegnum jeppamennsku og héldum við ávallt góðu sambandi, það var svo árið 2019 sem okkar leiðir lágu saman á Reykjalundi, hann var þar í endurhæfingu eftir lifrarskipti. Blessuð sé minning hans Guð styrki aðstandendur hans í sorginni. Góður drengur sem fór alltof snemma.

Bæta við leslista

Kæri vinur

Þegar kemur að því að kveðja æskuvin þá er svo ótal margt sem kemur upp í hugann, Kiddi var alveg ótrúlegur karakter t.d ef hann fékk hugmynd þá varð að framkvæma hana strax engin ástæða að hanga og bíða eða skoða málið eitthvað frekar, samanber þegar við vorum einu sinni á rúntinum niður bankastræti heyrðum við auglýsta tónleika á Wembly í útvarpinu 5 mínútum seinna vorum við búnir að kaupa miða og 1 aukalega ef einhver skyldi vilja koma með, já svona var Kiddi.

Bæta við leslista