no image

Fylgja minningarsíðu

Kolbrún Sævarsdóttir

Fylgja minningarsíðu

7. ágúst 1964 - 9. september 2020

Útför

Útför hefur farið fram.

Sálmaskrá
Sterkasta systir okkar ❤️ (minningargreinar systkinanna og minningargreinar af mbl.)

Kolbrún var ein mikilvægasta manneskjan í mínu lífi. Þvílík gæfa að eiga stóra systur til þess að líta upp til! Þegar ég var 5 ára var útskýrt fyrir mér að Kolbrún væri hálfsystir mín. Ég brást ókvæða við og sagði: „Nei, Kolbrún er systir mín, hún er ekki hálfsystir mín“. Þannig var það. Kolbrún var stríðin og hafði þann eiginleika að kenna í gegnum samtal, oft með glettni. Ég man til dæmis þegar hún bað mig um að fara inn í búr að ná í pelann sinn. Ég leitaði og leitaði, svo hló hún að þessu og sýndi mér hvar hún geymdi vodka-pela! Á seinustu árum hef ég tekið eftir að hún gerði þetta við mín börn líka, þá kom hún þeim og okkur öllum oft til að hlæja.

Bæta við leslista