no image

Fylgja minningarsíðu

Kolbrún Leifsdóttir

Fylgja minningarsíðu

17. september 1949 - 1. mars 2022

Andlátstilkynning

Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma. Kolbrún Leifsdóttir (Kolla) lést á heilbrigðisstofnun Suðurnesja Þriðjud. 1.mars.

Útför

17. mars 2022 - kl. 14:00

Útförin fer fram í Sandgerðiskirkju, fimmtudaginn 17.mars kl: 14:00

Sálmaskrá
Aðstandendur

Erlingur Björnsson Árni Björn Erlingsson Guðný Ósk Hauksdóttir Anna Ósk Erlingsdóttir Oscar Sjölander og barnabörn

Vinkona.

Elsku Kolla mín, við höfum verið vinkonur síðan 1966 er við fyrst hittumst á landakotstúninu, ég á leið úr kaupfélaginu og þú að fara þangað, við stoppuðum og spjölluðum saman góða stund, alltaf gátum við spjallað saman eins og bestu sálufélagar, sem við vorum.

Bæta við leslista

Kveðja til fallegu systur minnar.

Elsku fallega systir mín og vinkona,ég er kannski ekki allveg að átta mig á því að þú ert farin yfir í sumarlandið,við ætluðum að bralla svo margt saman,við áttum eftir að fara aftur í Glúntruferð í Reykjavík og við ætluðum í systraferð til Spánar eins og við höfðum gert áður.... en lífið er ekki bara skemmtilegt,það eru skin og skúrir,hamingja og sorg,mér finnst þú hafa verið allt of ung til að kveðja þetta líf,aldur í árum skiptir engu máli,þú varst svo miklu yngri en árin sögðu til,þótt þau væru ekki allveg hellingur,ég þurfti stundum að hringja til þín til að spyrja um ýmislegt..sem ég mundi ekki :) en þú mundir og varst með allveg á hreinu :) alltaf svo skipulögð og með allt á hreinu og svo flott típa,ég stríddi þér á því hvað þú varst pjöttuð :) og þú sagðir mér frá því að mamma hefði sagt þér að frá því að þú varst lítil dúlla hefðir þú verið pjattrófa enda varstu alltaf svo flott og heimilið þitt svo fallegt og hvað gerir litla systir nú,þegar að það þarf að skipuleggja eitthvað ? Þú kallaðir mig alltaf litlu sys og kynntir mig sem litlu systir fyrir vinum og vinnufélögum :) Einmitt Kolla :) ég fór allveg í hnút..:) það hefur komið fyrir að ég hafi ætlað að hringja í þig eftir að þú fórst héðan,til að segja þér eitthvað,kannski ertu í kringum okkur og þessvegna að við finnumst þú vera enn hér á hótel jörð,en elsku gullið mitt við eigum eftir að ræða saman :) ég á eftir að tala til þín og veit að ég fæ svör,þar til að við hittumst í sumarlandinu fallega þá sendi ég þér óteljandi falleg hjörtu og komdu sem oftast í draumana mína,ég elska þig elsku systir mín,þín Anna Sigga.

Bæta við leslista

Tengdamamma

Mín yndislega tengdamamma kveð þig með trega en með miklu þakklæti og hlýhug fyrir allt.

Bæta við leslista

Elsku Mamma

Nú er liðið ár frá því þú fórst frá okkur og þín er saknað á hverjum degi. Ég er búinn að ætla að skrifa til þín minningargrein frá því þú fórst, en ekki verið fær um það. Nú skín sólin, dagurinn er fallegur eins og þú, bæði að utan og innan, þessi dagur er andstaða dagsins þegar við kvöddum þig. Að berjast gegn kaldri norðvestanátt með kistuna þína og koma henni við hlið ömmu og afa, gerðum við með þakklæti því þú hefðir alltaf gert allt hundraðfallt meira fyrir okkur. Þegar kistan var svo komin á sinn stað, þá opnaðist gat á himni og sól skein beint á kistuna þína, þetta var eins og þú værir að brosa til okkar og segja, þetta var flott athöfn og ég er sátt með þetta.

Bæta við leslista