no image

Fylgja minningarsíðu

Kolbrún Guðjónsdóttir

Fylgja minningarsíðu

5. júní 1944 - 15. október 2021

Útför

Útför fór fram í kyrrþey.

Minningarorð um mína yndislegu eiginkonu.

Aldrei hvarflaði það að mér, að ég myndi missa mína, ástkæru eiginkonu á þennan hátt sem varð. Þetta fékk svo mikið á mig, að það er erfitt enn í dag, að skrifa þessar línur til að minnast hennar, sorgin nístir mig og söknuðurinn er svo mikill. Við áttum 40 ára sambúð og áttum yndislegar stundir saman í gleði og sorg, sem auðvita fylgir öllum í gegnum lífið. Fyrst þegar við kynntumst þá vorum við bæði búinn, að verða fyrir áföllum í fyrri samböndum og vorum eðlilega á varðbergi fyrst til að byrja með, en með lengri kynni urðum við þess vör hvað við áttum mikið sameiginlegt sem styrkti okkar samband betur og betur. Við áttum börn af fyrri samböndum, ég þrjú og mín átti tvö, sem þú elskaðir af öllu hjarta, þú varst leið yfir hvað mín börn voru mér ekki nógu góð og höfðu enginn afskipti af mér nema það yngsta, dóttir sem var mér mikið kær og þú kynntist vel. Svo kom stóra áfallið þegar þú misstir son þinn af slysförum, þú barst harm þinn í hljóði og hallaði þér enn meir að barnabörnunum þau öll elskuðu ömmu sína mikið og ég tala nú ekki langömmubörnin sem dýrkuðu þig. Þannig liðu árin við áttum gott heimili í Sandgerði sem þú sást um af elju og dugnaði. Oft var erfitt, en saman leystum við úr öllum vandamálum, það tók nokkur árin. Við náðum að ferðast töluvert mikið innanlands sem utan og höfðum mikla ánægju af, besta ferðin okkar til útlanda var þriggja vikna ferð til Kanada árið 1986 á Íslendingaslóðir þú minntist oft á þá ferð. Síðasta ferð okkar til útlanda var til Tene. þar fór vel um okkur nema þá fannst þú að það var ekki allt með felldu, þegar heim var komið þá fórst þú til læknis, þá kom höggið,sem setti allt á annan endann, þú greinist með illvígan sjúkdóm, sem marga hefur lagt að velli. Enn sýndir þú þetta æðruleysi sem áður og tókst á við þetta með dugnaði og af stóíski ró, fórst í aðgerð og lyfjagjafir, þangað til allt þraut og þú vissir að hverju stefndi, ég gamall og þrotinn kröftum var alveg miður mín, en þú talaðir þannig til mín að vera harður en ekki sorgbitinn. Lengi verður mér í minni, þegar baðst mig, að fara í síðustu ferðina vestur á Snæfellsnes til að hitta þína nánustu og að fá að vera með langömmubörnunum í hinsta sinn. Eftir þá ferð hrakaði þér óðfluga og þú fórst á Líknardeild, ég heimsótti þig daglega allt til enda, oft sagðir þú við mig, elsku ástin mín, Valdi minn ekki gráta vertu duglegur og hringdi í mig á hverju kvöldi þangað til máttur hennar þvarr til að bjóða manni sínum góða nótt. Elsku hjartans duglega eiginkona mín, ég þakka þér fyrir öll 40 árn sem við áttum saman, góði Guð gefi, að við hittumst á ný til að ferðast og veita hvort öðru ást og elsku umhyggju með hvort öðru í sumarlandinu góða. Ég mun alla tíð elska þig afar heitt og þakklátur fyrir að hafa átt þig.

Bæta við leslista