no image

Fylgja minningarsíðu

Kolbrún Jóhanna Finnbogadóttir

Fylgja minningarsíðu

21. október 1938 - 15. apríl 1994

Útför

Útför hefur farið fram.

Minning frá Leu Þórarinsdóttur.

Föstudagurinn 15. apríl var óvenju sólríkur og hlýr, fegursti dagur vorsins og sumarið á næsta leiti. Þann dag hneig sól Kolbrúnar, vinkonu minnar, til viðar. Hugurinn fyllist trega. Kolbrún hafði barist hetjulegri baráttu við sjúkdóm þann, sem að lokum hafði betur.

Bæta við leslista

Höfundur minningargreinar: Þinn sonur Gunnar Örn.

Á morgun, föstudaginn 22. apríl 1994 verður útför móður minnar Kolbrúnar Jóhönnu Finnbogadóttur gerð frá Bústaðakirkju. Hún fæddist á Seyðisfirði 21. okt. 1938, dóttir hjónanna Finnboga Laxdal Sigurðssonar sjómanns og Kapítólu Sveinsdóttur fiskverkakonu. Eignuðust þau 11 börn og bjuggu við mjög þröngan húsakost. Mamma fór sem barn inn á heimili hjá Waage-fólkinu á Seyðisfirði sem tók henni sem sínu eigin barni og þar var fyrir öðlingskonan Guðrún Bjarnadóttir frá Gíslastaðagerði sem gekk henni í móðurstað.

Bæta við leslista

Kveðja, þín tengdadóttir, Jóhanna Gísladóttir.

Elskuleg tengdamóðir mín, Kolbrún J. Finnbogadóttir, er látin, langt fyrir aldur fram. Kolla fæddist á Seyðisfirði 21. október 1938, og var fimmta í röðinni af ellefu börnum þeirra Kapítólu Sveinsdóttur húsmóður og fiskverkakonu og Finnboga Laxdal Sigurðssonar sjómanns. Sem stelpa bjó Kolla lengi á heimili Þorbjörns Arnoddssonar bílstjóra, konu hans Þórunnar Waage og dóttur þeirra Pálínu. Kolla var þar eins og ein úr fjölskyldunni og tengdist henni nánum böndum. Sérstök vinkona hennar varð vinnukonan á heimilinu, Guðrún Bjarnadóttir frá Gíslastaðagerði á Héraði, og kom sú vinátta vel í ljós nú á síðustu mánuðum. Kunnum við Gunnu bestu þakkir fyrir tryggð hennar og umhyggju.

no image

Bæta við leslista

Frá vinnufélögum R-11.

Það var hnípinn hópur sem mætti til vinnu á mánudagsmorguninn. Hún Kolla var ekki lengur á meðal okkar, Kolla sem alltaf var svo frísk og kát, alltaf til í að spauga og sá alltaf björtu hliðarnar á hlutunum. Hún var driffjöður okkar þegar eitthvað stóð til að gera, eins og að halda skemmtikvöld eða fara í ferðalög um landið, þar naut hún sín vel, hélt uppi söng í rútunni og var hrókur alls fagnaðar. Þegar farið var á árshátíðir PFÍ, bauð hún og maður hennar Gunnar Gunnarsson oftar en ekki öllum vinnufélögum hennar og þeirra mökum heim til sín áður en farið væri á ballið og veittu öllum af mikilli rausn og myndarskap. Hún var mjög virk í félagsmálum og þegar konur fóru að vinna við útburð á pósti fyrir nærri 30 árum, fengu þær ekki inngöngu í Póstmannafélagið og stofnuðu þær þá sérstakt félag sem þær nefndu Póstfreyjufélagið og var Kolbrún fyrsti formaður þess félags og stóð fyrir því að þær fengu inngöngu í ASÍ og nutu kjararéttinda á þeim nótum. Seinna sameinaðist Póstfreyjufélagið Póstmannafélaginu. En undanfarin 20 ár hafa bréfberar haldið saman skemmtifélagsskap sem heitir "Þór og Freyja" og var Kolla formaður þess síðastliðin sex ár. Einnig var hún mörg ár fulltrúi okkar í félagsráði PFÍ.

Bæta við leslista

Minning frá Hrafnhildi Gunnarsdóttur.

Það er komið að kveðjustund, að vísu ekki óvænt en alltof fljótt. Á föstudag kveðjum við elskulega mágkonu sem lést á heimili sínu umvafin ást og umhyggju eiginmanns, sona, tengdadætra og vina. Við vissum öll hvert stefndi, samt biðum við eftir að hið óvænta gerðist. Að Kollu okkar tækist að sigra vágestinn, hún var þannig. Kolla hafði mikinn lífskraft og óhætt er að segja að hún naut lífsins til loka þó sárþjáð væri.

Bæta við leslista

Minning frá Mörtu

"Dauðinn er ekki endalokin. Hann getur aldrei orðið endalokin. Dauðinn er vegurinn. Lífið er ferðalangurinn. Sálin er leiðsögumaðurinn. Þegar ferðalangurinn er þreyttur og örmagna, býður leiðsögumaðurinn honum að taka sér hvíld . . .

Bæta við leslista

Höfundur greinar: Sunna, f.h. Víkingskvenna.

Vorið er komið, við Víkingskonur í öldungadeild á leið til Húsavíkur í árlegt öldungamót. En skuggi hefur fallið á hópinn, þar sem ein úr okkar hópi er fallin í valinn. Kolbrún Finnbogadóttir lést á heimili sínu hinn 15. apríl sl. Það voru nokkrar konur sem tóku sig saman fyrir rúmum 20 árum og hófu að stunda blak, gegnum í blakdeild Víkings þegar hún var stofnuð. Síðan hefir þetta undið upp á sig og yngri konur bæst í hópinn. Við þessar gömlu, eins og við segjum stundum, höfum haldið hópinn og söknum nú vinar í stað.

Bæta við leslista

Höfundur minningargreinar: Sigríður og Guðmundur.

Undanfarna daga hefur mátt merkja veðrabreytingar í lofti sem kveikja í brjósti von um að brátt komi langþráð sumar. Víst er að í huga okkar hjóna verður fögnuður yfir sumarkomunni blandinn trega. Við munum minnast með söknuði góðs vinar og ferðafélaga sem í áratugi hefur notið með okkur margvíslegra yndisstunda ýmist í íslenskri sumarnáttúru eða í ferðum til erlendra landa. Hún Kolla, sem hina síðustu mánuði lagði ofurkapp á að byggja sig upp til þess að geta skipulagt siglingu erlendis ásamt okkur og eiginmanni sínum, lagði úr höfn á undan okkur í aðra ferð, ferð sem við öll hljótum fyrr eða síðar að fara. Öll vissum við að brátt myndi koma að því að hún yrði kölluð í þá ferð, en við bundum þó vonir við að henni mætti fresta um nokkurn tíma. Yfir síðustu ferð okkar saman, í Vaðnesi yfir páskadagana, sem Kolla var einnig búin að sækja svo fast að fara, hvíldi skuggi feigðar og sorgar, þrátt fyrir æðruleysi og sálarstyrk af hálfu beggja hinna kæru vina okkar.

Bæta við leslista

Frá þinni æskuvinkonu Hrefnu.

Látin er langt um aldur fram æskuvinkona mín hún Kolbrún Jóhanna Finnbogadóttir, hún sem var svo lífsglöð og sterk. Það var gæfa mín þegar ég flutti í næsta hús við Kollu á Seyðisfirði. Þar hófst okkar vinátta sem hefur staðið í tæp 50 ár og aldrei fallið skuggi á. Kolla hafði einstaklega ljúfa skapgerð og mikinn innri styrk sem hún miðlaði öllum sem til hennar komu. Kolla lifði ávallt sólarmegin í lífinu. Ung giftist hún Gunnari Gunnarssyni og saman eignuðust þau fjóra mannvænlega syni. Þau voru samhent hjón og bjuggu sér fagurt heimili sem stóð öllum opið.

Bæta við leslista

Höfundur minningargreinar: Guðrún Andersen.

Hún Kolla er dáin, þessum orðum var maður búin að búast við að undanförnu, en þegar þau komu þá stungu þau sárt. Ég kynntist Kollu fyrir um það bil 27 árum og fljótt fann maður að þarna var vinur sem hægt var að treysta og átti það líka eftir að koma margsinnis fram. Ætíð var nóg pláss hjá Kollu og Gunnari og oft þurfti ég að kvabba í þeim um að fá að vera. Alveg var sama hvort ég var ein á ferð eða með fjölskylduna, oft vorum við 3­4 á ferð, en það breytti engu, nóg pláss. Það var sama hvort var í Skógargerðinu, Unufellinu eða Vesturberginu, og mér fannst ætíð eins og ég væri heima hjá mér, ég var bara ein af fjölskyldunni þegar ég var hjá þeim. Vorið sem yngsti sonurinn, Sveinn Ólafur, var fermdur þurfti ég til Reykjavíkur að leita mér lækninga og var í 16­17 daga og það var eins og ætíð áður, þú ert hjartanlega velkomin, Guðrún mín, sögðu þau bæði Kolla og Gunni. Þegar ég kom þá var allt á rúi og stúi, því verið var að byggja yfir svalirnar á húsinu og leggja parkett á neðri hæðina o.fl., o.fl. og 4­5 smiðir að vinna. Það breytti engu, ég var hjartanlega velkomin og orðin ein af heimilismeðlimum strax, við fluttum bara dýnurnar sem við sváfum á úr einu horni í annað, eftir því hvar smiðirnir voru að vinna. Þessi tími er eftirminnilegur og mikið var hlegið. Oft þurfti ég hjálp til að komast leiðar minnar í borginni og aldrei var annað en sjálfsagt að keyra mann hvert sem var.

Bæta við leslista

Minning frá Sólveigu Guðmundsdóttur.

Mig langar til að skrifa þér bréf og minnast gömlu daganna okkar. Margar minningar komu upp í huga mér eftir að Gunnar hringdi í mig og tilkynnti mér að nú værir þú farin yfir móðuna miklu.

Bæta við leslista