no image

Fylgja minningarsíðu

Kolbeinn R. Kristjánsson

Fylgja minningarsíðu

4. október 1957 - 16. maí 2023

Andlátstilkynning

Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, Kolbeinn R. Kristjánsson, f.v. lögreglumaður, Lést á Landspítalanum þriðjudaginn 16. maí s.l.

Útför

26. maí 2023 - kl. 10:00

Útför Kolbeins fer fram frá Víðistaðakirkju.

Aðstandendur

Jakob Kristjánsson, Elsa Björk Gunnarsdóttir, Ástgeir Kristjánsson, Guðný Bachmann og frændsyskini

Góður drengur er fallinn frá.

Já, lífið er hverf­ult og eng­inn veit sína ævi fyrr en öll er. Ekki hvarflaði það að mér þegar ég ók bróður mín­um á Land­spít­al­ann til að fá niður­stöður úr rann­sókn­um að at­b­urðarás­in yrði þessi, og það á nokkr­um dög­um. Niðurstaðan var sú að hann væri með krabba­mein og fram und­an væri lyfjameðferð sem að öll­um lík­ind­um myndi ganga vel. En af því hann var með sýk­ingu þurfti að vinna á henni fyrst. Hann var því lagður inn til að meðhöndla sýk­ing­una. Degi síðar hitti ég hann og það var spjallað um ým­is­legt. Hann virt­ist hress­ari og ég átti von á að við tæki meðferð sem myndi taka á hans meini, alla­vega um skeið. Það sem ég átti ekki von á var sím­talið aðeins rúmri klukku­stund síðar þar sem mér var sagt að hann væri all­ur. Óvænt­ir at­b­urðir gerðust.

Bæta við leslista

Elsku Kolbeinn okkar

Kolbeinn var alveg einstakur. Hann var ekki bara einstök manneskja að gæðum heldur var hann ein af mikilvægu manneskjunum í mínu lífi. Hann var ekki einungis bróðir mömmu, hann var stoð og stytta allrar fjölskyldunnar á Daðastöðum síðan ég man fyrst eftir mér. Hann reyndist mér, bræðrum mínum og pabba alveg einstaklega vel. Einn af föstu punktunum í lífinu okkar. Einhver sannur og traustur sem við vissum að við ættum ævinlega að og gætum alltaf leitað til.

no image

Bæta við leslista