Elsku mamma.
Elsku mamma.Þú hefðir orðið 89 ára í dag 15 apríl. Þó það séu 6 mánuðir liðnir síðan þú fórst, þá er hluti af þér samt hér því það er svo margt sem minnir á þig alla daga. Ilmvatnsglasið þitt sem stendur inná baðherbergi, uppskriftabókin þín í eldhúsinu, eiginleikar og taktar sem ég sé í sjálfri mér og hjá afkomendum mínum og ótal minningar sem sækja á. Þú varst að mörgu leyti svo mögnuð elsku mamma og frábær amma og langamma sem vildir allt fyrir okkur gera. Þú elskaðir mest af öllu að vera í kringum barnabörnin og langömmu börnin og varst alltaf boðin og búin að passa þau, skutla, sækja, sauma eða spjalla.