no image

Fylgja minningarsíðu

Kay Wiggs

Fylgja minningarsíðu

8. ágúst 1941 - 21. febrúar 2022

Útför

Útför hefur farið fram.

Sálmaskrá
„Gjöriði svo vel, komdu bara inn“

„Gjöriði svo vel, komdu bara inn“ var yfirleitt kveðjan sem maður fékk þegar maður bankaði á dyrnar hjá Kay og Ómari. Kay var alltaf tilbúin að taka á móti fólki sama hvernig stóð á. Hún var afskaplega glaðlynd kona og brosið hennar lýsti upp heilu herbergin. Hún var einstaklega jákvæð og ekkert var of erfitt - svörin voru alltaf: „ekkert mál, ég redda þessi“ með sínum skemmtilega bandaríska hreim.

Bæta við leslista

Elsku mamma

Elsku mamma þetta gerðist svo snöggt. Ég hélt alltaf í vonina að við ættum framundan bjartari tíma og þú gætir notið barnanna lengur. Þú varst svo jákvæð að ég gat ekki verið annað. Mikið er ég heppinn að pabbi og þú hafi fundið hvort annað. Það var söngurinn sem sameinaði mömmu og pabba. Ein af mínum fyrstu minningum eru af þeim að spila og syngja saman. Þar sem mamma var að kenna pabba sálmana fyrir messurnar. Ég og Lísa kvörtuðum ekki þó að við heyrðum ekkert í teiknimyndunum fyrir þeirra söng. Þó að mamma væri oft upptekin á hinum og þessum tónleikum eða messum þá fundum við systkinin það aldrei. Við vorum alltaf í fyrsta sæti. Mamma las fyrir okkur öll kvöld á ensku og talaði við okkur fyrstu árin á ensku en með tímanum fór íslenskan að ná undirtökum. Er mér minnistætt að þegar við fórum síðast til Bandaríkjanna árið 2016 þá talaði hún lengi á íslensku við þjón á veitingastað en skellihló þegar hún áttaði sig á því að hún væri að tala íslensku. Mamma var svo skipulögð að það er erfitt að finna sögur af mistökum, enda var hún ekki fljótfærin heldur varfærin.

Bæta við leslista