no image

Fylgja minningarsíðu

Katrín Gerður Júlíusdóttir

Fylgja minningarsíðu

25. maí 1955 - 9. september 2022

Útför

Útför fór fram í kyrrþey.

Sálmaskrá
Elsku amma mín

Elsku besta amma mín. Ég sit og horfi á barnabarnið þitt sofa, fyrsta barnabarnið þitt sem þú fékkst ekki tækifæri á til að hitta og faðma og fylgjast með honum vaxa. Það er mikill söknuður og ég þurrka tárin meðan ég hugsa til þín og skrifa þessa minningargrein. Þú varst fyndnasta manneskja sem ég hef hitt, það var alltaf spenna og gleði þegar það var boðið í fermingar og afmæli vitandi að þú myndir koma og halda stuðinu uppi og var alltaf stoppað lengi til að vera í kringum þig og hlæja. Þú sagðir allt hreint og beint út, sama hversu vinsæl sú skoðun var en það gerði þig að þér og ég elskaði þig fyrir það, ef ég vildi fá hreinskilið svar þá var best að spurja ömmu. Takk fyrir öll árin saman elsku besta amma mín, ég mun varðveita minningarnar sem við eigum og segja stráknum mínum sögur af þér og segja honum hversu æðisleg langamma hans var og hún vaki yfir honum. Þangað til að við sjáumst næst. Ég elska þig. Þín Andrea Ýr barnabarn.

no image

Bæta við leslista