Fylgja minningarsíðu
Karl Þ Þorsteinsson
Fylgja minningarsíðu
24. október 1931 - 1. febrúar 2025
Andlátstilkynning
Karl Þ Þorsteinsson lést þann. 01.02.2025.
Útför
Útför fór fram í kyrrþey.
Aðstandendur
Guðrún Karítas Karlsdóttir Þorgrímur Karlsson Kristín Birna Karlsdóttir
Minningargrein um Karl Þ. Þorsteinsson, jarðsettur þ. 10.2.2025
Karl Þ. Þorsteinsson sjómaður og móðurbróðir okkar er fallinn frá en hann var sá eini eftirlifandi af þremur systkinum sem voru börn Þorsteins Þorsteinssonar skipstjóra og Karítasar Guðmundsdóttur. Þau systkinin Kristín, Ingvi og Kalli voru dugleg að halda sambandi, enda þótt þau hefðu öll alist upp sitt í hvoru lagi af því að þau misstu foreldra sína ung. Þau voru þó heppin og ólust öll upp hjá góðu fólki. Í minningunni hjá okkur systkinunum eru m.a. ferðir til Keflavíkur að heimsækja Kalla og Lillu, glaðværu konuna hans, og líka Steinunni sem var uppeldismóðir Kalla í Keflavík. Það heiti var haft um hann í okkar fjölskyldu, til aðgreiningar frá öðrum Kalla sem var uppeldisbróðir mömmu. Þessar heimsóknir voru jafnan fjörlegar, því á þeim tíma þótti varla taka því að eiga bara eitt eða tvö börn ef kostur var á öðru og fjögurra til sex barna fjölskyldur alvanalegar. Þá gilti líka að hlaupa undir bagga hjá hvort öðru og þannig voru sum eldri börnin í okkar fjölskyldu í löngum heimsóknum í Keflavík á meðan yngri börnin komu í heiminn. Eftir að barnaskarinn var kominn nokkuð á legg og jafnvel farinn að eignast sín eigin börn, dró skiljanlega nokkuð úr samganginum. Eitt af því sem hélt þó við sambandinu var bingóáhugi Lillu en á meðan hún freistaði gæfunnar í Tónabæ, heimsótti Kalli systur sína í Álfheimum. Þá var jafnan glatt á hjalla og við börnin lærðum fljótt að meta skemmtilegu sögurnar hans Kalla sem flestar snerust um lífið og lífsbjörgina suður með sjó, enda var hann sjómaður og skipstjóri í meira en fimmtíu ár.
Bæta við leslista