no image

Fylgja minningarsíðu

Karl Helmut Bruckner Kortsson

Fylgja minningarsíðu

17. október 1915 - 18. september 2012

Útför

Útför hefur farið fram.

Minning um Karl

Dr. Karl Kortsson, fv. héraðsdýralæknir á Hellu, andaðist nærfellt 97 ára, aðfaranótt hins 18. september 2012 á Dvalarheimilinu Lundi, eftir þriggja mánaða dvöl þar. Yfir honum var sérstakur glæsibragur alla tíð og hann hélt krafti og heilsu lengst af, en var á heimili sínu á Hellu og fékk heimilishjálp, eftir að hann missti Antje f. Lorenz, seinni konu sína 2010. Þau voru gift í 13 ár. Fyrri kona hans Carmen f. Tony frá Frakklandi dó 1994. Þau voru gift í 50 ár og eignuðust 3 syni: Hans, Harald og Helga, sem allir eru búsettir erlendis, og eina dóttur, Kristjönu, sem býr hér á landi og hugsaði nærfærin um föður þeirra.

Bæta við leslista

Minning um Karl dýralækni

Látinn er hátt á tíræðisaldri nestor okkar íslenskra dýralækna, Karl Helmut Brükner-Kortsson, almennt kallaður Karl Kortsson. Eftir ýmis störf í Þýskalandi og þar á meðal í stríðsátökum seinni heimsstyrjaldar, kom hann til Íslands í lok fimmta áratugarins og var ráðinn héraðsdýralæknir í Rangárvallaumdæmi í maí 1950. Hann setti sig niður á Hellu og bjó þar alla sína tíð. Í raun náði svæði hans allt austur í Vestur-Skaftafellssýslu og það var ekki fyrr en 1971 að héraðsdýralæknir kom í Skóga undir Eyjafjöllum, 1974 á Kirkjubæjarklaustur og 1977 á Hvolsvöll. Það var því mikið að gera hjá Karli á þessum árum og hann þekktur fyrir að keyra mikið og hratt.

Bæta við leslista

Afmæliskveðjur við 90-ára afmæli Karls

Í dag, 17. október, eru 90 ár liðin frá þeim sunnudegi er dr. Karl Helmut Brückner-Kortsson leit fyrst dagsins ljós í Crimmitschau í Saxlandi.

Bæta við leslista