no image

Fylgja minningarsíðu

Karen Garðarsdóttir

Fylgja minningarsíðu

8. október 1957 - 2. febrúar 2022

Andlátstilkynning

Elskuleg móðir okkar, sambýliskona og systir lést þann 2. febrúar síðastliðinn. Útför mun fara fram í sumar og verður auglýst.

Útför

Útför hefur farið fram.

Aðstandendur

Unnur Karen, Helga María, Enar, Sigríður, Ingvar og Ingibjörg

Sofðu rótt elsku stóra systir

Í dag kveðjum við Kareni, yndislegu, fallegu og hjartahlýju stóru systur mína. Ég er örverpið í fjölskyldunni minni og fyrir vikið var ég svo heppin að eiga auka "foreldra" í systkinum mínum og þá sérstaklega Kareni sem var 19 árum eldri.  Ég mun alltaf vera henni þakklát fyrir að gefa mér tvær yngri "frænku-systur" sem ég ólst upp með. Ég fékk alltaf að vera með í öllum ævintýrum og á margar yndislegar minningar úr utanlandsferðum, skíðaferðum, útilegum, sundferðum og kósý kvöldum þar sem við horfðum á nýjustu VHS spóluna með strumpunum. Karen saumaði eins föt á okkur frænkurnar og henni fannst gaman að dunda sér með okkur öllum þremur. Þetta breyttist ekkert eftir að hún flutti til Svíþjóðar, hún passaði alltaf að hafa mig með þótt hafið væri á milli okkar. Ég fékk áfram skemmtilega pakka og ég heimsótti hana á hverju sumri.  Karen var með mjög stórt hjarta, vildi allt gott fyrir aðra gera en hugsaði því miður síðast um sjálfa sig. Hún vissi alltaf hvað var um að vera í lífi mínu, var full áhuga og hvatti mig áfram, einnig þegar sjúkdómur hennar var orðinn langt genginn.  Við minningarathöfnina hennar í Svíþjóð þótti mér mjög vænt um að hitta yndislegu konurnar sem unnu með henni síðustu árin. Þær sögðu mér að það væri óþarfi að kynna mig því þær vissu nákvæmlega hver ég væri og hvað ég væri að gera. Kareni hefði verið tíðrætt um mig og hversu mikið það gleddi hana að ég hefði fundið ástina og hamingjuna. Elsku Karen, það er sárt að kveðja þig.  Það hefði verið svo yndislegt að fá fleiri góð ár með þér, stóra systir, en ég veit að nú ert þú búin að finna friðinn og ert komin í faðm mömmu, pabba og drengjanna þinna sem þú saknaðir alltaf svo mikið.  Sofðu rótt elsku systir. Þín litla systir

Bæta við leslista

Minningargrein og kveðja til fyrstu ástarinnar

Í dag (6. júlí 2022) erum við fjölskyldan að kveðja fyrstu "ástina" mína, stóru systir hana Kareni. Einhverjar þær dýrmætustu mynningar sem ég á frá æsku minni eru frá þeim mörgu skiptum sem ég svaf í faðmi hennar umvafinn kærleik og sannkallaðri ást. Sem betur fer fengu fleiri að njóta þegar á leið.

no image

Bæta við leslista

Elsku mamma

Minningar okkar systra af mömmu eru bæði góðar og erfiðar. Hennar veikindi, andleg, líkamleg og baráttan við áfengið litaði okkar samband við hana mikið. Okkar heitasta ósk var að hún næði bata, því hún verðskuldaði það, en líka af því við söknuðum mikið þess sem við höfðum með henni áður fyrr, þegar ástandið var betra. Hér koma góðu minningarnar, það þarf ekki að segja frá hinum, en kannski allt í lagi að nefna að hún átti erfitt seinni hluta ævinnar, en að við eigum miklar og góðar minningar þrátt fyrir allt. 

no image

Bæta við leslista