no image

Fylgja minningarsíðu

Júlíanna Rut Bogadóttir

Fylgja minningarsíðu

18. mars 1981 - 30. mars 2021

Útför

Útför hefur farið fram.

Sálmaskrá
Snúllan mín

Ég trúi ekki að í dag sé komið 1 ár síðan tækin voru tekin úr sambandi og þú kvaddir þennan heim. Þú varst úrskurðuð látin 30. mars 2021 en þú varst í rauninni dáin 27. mars, bara tæki sem héldu líkamanum þínum í gangi af því þú varst líffæragjafi. Það að þú varst líffæragjafi og að þú gafst hjartað, nýrun, nýrnahetturnar og lifrina hjálpar í sorginni, Þú gafst 5 mannslífum annað tækifæri og það einhvernveginn huggar þó það sé svo sárt og erfitt að hugsa til þess að þú sért farin.

Bæta við leslista