no image

Fylgja minningarsíðu

Jónheiður Gunnarsdóttir

Fylgja minningarsíðu

20. nóvember 1921 - 4. september 2013

Útför

Útför hefur farið fram.

Kveðja til móður

Ég stóð við höfðagafl mömmu minnar og starði út um gluggann sem var fyrir ofan rúmið hennar, tárin streymdu óhikað niður andlit mitt, „mamma, ekki fara“. Ég hafði hvíslað þessu í eyru hennar rétt í þann mund sem þeir komu og sóttu hana, englarnir. Fyrir utan gluggann var smáfugl, eitthvað svo lítill og umkomulaus. Yfir mig helltust minningar um mömmu sem gætti unganna sinna og lét sér svo mjög annt um velferð þeirra. Er þeir svo flugu úr hreiðrinu, fylgdu heitar bænir trúaðrar móður þeim hvert fótmál. Hún kenndi okkur að trúa á Jesú Krist, kenndi okkur að biðja, ekki aðeins bænir, heldur líka að við mættum í öllu gera óskir okkar kunnar Guði, tala við hann eins og vin og föður.

Bæta við leslista