no image

Fylgja minningarsíðu

Jónas Bragi Hallgrímsson

Fylgja minningarsíðu

5. júlí 1949 - 1. febrúar 2024

Andlátstilkynning

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jónas Bragi Hallgrímsson matsveinn frá Akranesi lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands þann 1. febrúar

Útför

16. febrúar 2024 - kl. 13:00

Útför fer fram frá Akraneskirkju

Aðstandendur

Guðný Aðalgeirsdóttir Aðalheiður Anna Einarsdóttir og Thomas Hansen Díana Jónasardóttir og Magnús Ýmir Magnússon Heimir Jónasson og Helga Dís Daníelsdóttir Aðalgeir Jónasson og Lilja Lind Sturlaugsdóttir Víðir Jónasson Daníel Þór, Sindri Snær, Matthildur Helga, Helgi Laxdal, Anna Berta, Sigurður Már, Finnbogi Laxdal, Díana Ósk, Skúli Hrafn og Jónas Laxdal

Þakkir

Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hjúkrunar- og dvalarheimils Höfða og Heilbrigðisstofnun Vesturlands fyrir góða umönnun.

Jónas

Elsku vinur okkar og fyrrum yfirmaður, Jónas Hallgrímsson er fallinn frá. Við undirritaðar kynntumst Jónasi í Fjölsmiðjunni, þar sem við störfuðum sem nemar á árunum 2004-2010. Fjölsmiðjan er vinnustaður fyrir ungt fólk á krossgötum, og það vorum við svo sannarlega. Kvíðnar og týndar fengum við tækifæri til að læra að fóta okkur á almennum vinnumarkaði undir handleiðslu frábærra deildarstjóra. Jónas var þar engin undantekning. Hann kenndi okkur vinnubrögðin í eldhúsinu af fagmennsku og aga - oft þótti okkur kvíðapúkunum hann ansi strangur - en hann var alltaf sanngjarn og stutt í glettni og hlátur. Hann tók sér tíma til að kynnast okkur öllum og fylgdist með og passaði upp á okkur jafnvel eftir að við fórum yfir á aðrar deildir innan Fjölsmiðjunnar.

Bæta við leslista

Jónas Bragi

Kæri vinur, á þessum tímamótum ryðjast minningarnar fram og eru þær ansi margar og góðar í gegnum árin. Með minningum og myndaalbúmum er auðvelt að ferðast í gegnum skemmtilega tíma, góða samveru og vináttu sem við og fjölskyldur okkar áttum saman. Það var bara eitthvað sem passaði svo vel, átti bara heima. Lífið lætur oft eins og ólgusjór með tilheyrandi öldugangi Það var því viðeigandi að þið félagar Haddi og þú kynnist á sjónum, enda báðir stórir og miklir persónuleikar.

Bæta við leslista

Mindeord fra Yrsa og Bent

I taknemmelighed for de dejlige minder jeg har fra Island, med din varme og gæstfrihed, som prægede hele din familie.

Bæta við leslista

Afi Jónas

Febrúarmánuður var ekki margra mínútna gamall þegar Jónas Hallgrímsson kvaddi okkur. Ég var þess heiðurs aðnjótandi að kalla þann mann afa. Afi var einstaklega góð manneskja, mikill Skagamaður, lúmskur húmoristi og sannarlega góður afi, enda elskaði hann okkur barnabörnin meira en allt og vildi allt fyrir okkur gera.

Bæta við leslista

Jónas Bragi Hallgrímsson

Kær vinur Jónas Hallgrímsson er fallinn frá eftir veikindi undanfarin ár.

Bæta við leslista

Elsku pabbi

Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért horfinn á braut, farinn á vit nýrra ævintýra. En efst í huga mér er þakklæti. Ég er svo þakklát fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Elsku pabbi, takk fyrir góðmennsku þína. Takk fyrir allt traustið sem þú sýndir mér. Takk fyrir að standa alltaf með mér. Takk fyrir allar uppskriftirnar og góða matinn þinn sem þú eldaðir. Takk fyrir allt þitt óeigingjarna starf við sundiðkun mína. Takk fyrir að taka vel á móti vinum mínum og öðru samferðafólki mínu og bjóða það velkomið inn á heimili þitt. Takk fyrir að styðja mig í því sem ég hef tekið mér fyrir hendur, þó svo við höfum ekki alltaf verið sammála. Takk fyrir allar veislurnar sem þú töfraðir fram á merkum tímamótum í lífi mínu. Takk fyrir að leyfa mér að gera það sem mér datt í hug. Takk fyrir að taka þátt í að gera mig að þeirri manneskju sem ég er í dag.

Bæta við leslista