no image

Fylgja minningarsíðu

Jón Steingrímsson

Fylgja minningarsíðu

8. júlí 1903 - 23. maí 1992

Útför

Útför hefur farið fram.

Jón Steingrímsson

Afi minn Jón Steingrímsson var fæddur í Hafnarfirði 08.júlí 1903. Hann ólst upp hjá föður sínum Steingrími Jónssyni sem andaðist 1955. Jón fór snemma til sjós með föður sínum og var tekinn sem fullgildur sjómaður aðeins 13. ára gamall. Sjósókn var fyrst á opnum árabátum og síðar á svokölluðum þilskipum eða skútum. Lífið var mikil og erfið barátta á þessum árum og sjósökn lífshættuleg atvinnugrein sem krafðist á þessum árum mikilla fórna þegar sjómenn snéru ekki aftur heim og stundum fréttist aldrei fyllilega um afdrif þeirra.. Seinna fór afi á sjó á síðutogurunum og vænkaðist þá heldur hagur manna , en þó ekki almennilega fyrr en vökulögin voru sett og mönnum tryggð hvíld. Í landlegum þegar ekki var farið til sjós þá stundaði Jón útgerð á eigin trillu og t.a.m. veiddi hann ufsa í höfnina í Hafnarfirði sem hann seldi til bænda í skepnufóður. Á sömu skel fiskaði hann hrognkelsi sem hann verkaði í salt og þurrk og ýmist gaf eða seldi eftir efnahag þess er á þurfti að halda. Afi minn var mikill talsmaður samhjálpar og bróðurþels en hugsaði síður um að auðgast sjálfur. í téðum landlegum fór afi einnig í langar göngur til fjalla þar sem hann skaut rjúpur , eða þá hann fór í stangveiði í nærliggjandi vötnum. Bjargráðin voru þannig áfram mikil barátta þó landlega stæði yfir. Það má með miklum þunga halda því framm að Jón Steingrímsson hafi verið harðduglegur og ákveðinn maður sem barðist fyrir fjölskyldu sinni sem var stór. Eftir að afi hættir til sjós réðst hann til Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar þar sem hann starfaði allt þar til hann fór á eftirlaun. Þá tóku við tómstundir svo sem stangveiði,fluguhnýtingar,hjólreiðar og áfram róið til að veiða hrognkelsi.

Bæta við leslista

Margs er að minnast

Margs er að minnast margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V.Briem) Í gær var til moldar borinn afi okkar, Jón Steingrímsson, sem lést á Sólvangi 23. maí sl. Hann var áður til heimilis að Vitastíg 8, Hafnarfirði. Hann var nærri 89 ára gamall er hann lést.

Bæta við leslista